föstudagur, júlí 29, 2005

Augabragð.................

jæja föstudagurinn runninn upp og væri ég ekki að fara með rétt mál ef ég segði að það spennustigið væri 0 fyrir Þjóðhátíðina. Við förum með Herjólfi félaga á morgun - lau í hádeginu. Hef nú grun um að þetta verið nú aðeins frábrugðin þjóðhátið t.d þeirri í fyrra og allt á jákvæðan hátt, verðum t.d í heimahúsi og svo efast ég um að mar verði nú alveg hauslaus sko ! Billson, Gilli, Árni, Gummi, Ingó, Kobbi og co verða að sjá um að einir þetta árið. Já það má þakka fyrir ef mar hefur e-d áfengi um hönd yfir helgina því ég reikna frekar með því að nota tímann til að skoðunarferða, fara í útsýnisferðir á sjó og landi fara á söfn og reyna að vera í senn menningarlegur og sýna frúnni eyjuna fallegu sem rís í suðri. Ég þarf líka að fá minn tíma útaf fyrir mig á slóðum Keikó til að syrgja og skoða dvalarstað hans. Til hvers að vera fullur í dalnum og sjá allt í þoku þegar hægt er að gera svo margt margt annað skemmtilegt sem skilur miklu meira eftir sig, reynið nú að víkka sjóndeildarhringinn og sjá e-d annað en stútinn á flöskunni alla helgina já það er nú það. kæru lesendur og sérstaklega þið sem eruð að fara til eyja notið áfengið í hófi og lifið heil.


Skál í boðinu.........

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Hvað er ansk. málið ?

FIM og FÖS: Hæg V-læg átt og víða
bjartviðri, en skýjað og dálítil súld
V-lands og við N-ströndina. Hiti 10 til
20 stig, hlýjast á S- og A-landi. LAU:
S-læg átt með rigningu og síðar skúrum,
einkum S- og V-lands. Hiti 10 til 17
stig. SUN: Hæg V-læg eða breytileg átt.
Bjartviðri SA-lands, annars skýjað en
úrkomulítið. MÁN: Snýst líklega í A-átt
með rigningu, fyrst S-lands.



Kemur á óvart !!

Viðbætt: Linkur á öll þjóðhátíðarlögin, kemur manni í rétta skapið ( hvað helduru að veðrið skipti máli :-)

mánudagur, júlí 25, 2005

Jæja hvernig endar þetta.........

Jæja enn ein snilldarhelgin að baki. Við fórum í Þrastarlund yfir helgina og sleiktum sólina eins og flestir landsmenn, mælirinn í bílnum sýndi þegar mest var 28 gráður sem er í það allra mesta lagi fyrir minn smekk. Mar náði að taka góðan lit og reyndar á mörkum bruna á stökum stað. Keyrðum Fannar svo í sveit á Sunnudaginn þar sem hann verður næstu tvær vikurnar.

Síðasta helgi var ekki síðri......Þá fórum við Hildur í helgarferð til Frankfurt, þar gistum við á 5 stjörnu hóteli og fengum 29-32 stiga hita allan tímann. Get alveg hiklaust mælt með Frankfurt, kom mér verulega á óvart hvað það var góð stemming í borginni. Við versluðum mikið ( allt annað verðlag en hér heima ) og skoðuðum okkur heilmikið um. . . . .

Næsta helgi er svo líka nokkuð spennandi því þá er komið að Þjóðhátið. Við förum út með dallinum um hádegi á Laugardaginn. Við ætlum að troða okkur uppá vinafólk á eyjunni. Það er lúxus að sleppa við að húka í tjaldi ( sérstaklega ef veðurguðirnir verðu ekki of hliðhollir ) en mar vonar það besta, mar er ýmsu vanur þegar veður á þjóðhátíð er annars vegar hinsvegar Þegar það er gott verður og sól á Þjóðhátið held ég að það sé ekkert sem toppar það.


Jú jú ágætt mjög .....

föstudagur, júlí 15, 2005

Ok ok ok ok ok

Nokkuð spes dagur í dag eða allavega breyttist skyndilega um 4 leytið þá fór mar í það að vinna sér myndavél og utanlandsferð með hóteli og tilheyrandi fyrir 2. Mæting er á flugvöllinn kl hálf 6 í fyrramálið. Veit reyndar ekki ennþá hvert ferðinni er heitið né hvenær heimkoma er áætluð eða hvort farmiði heim aftur sé yfir höfuð innifalinn !!!!

Seldi líka einn bíl úr flotanum í dag svo það er búið að vera fínn dagur.......Nóg að gerast og þá er mar sáttur. En allavega klukkan að nálgast 2 svo það er víst málið að halla sér í 2-3 tíma............



Þá sjaldan !!!!!

fimmtudagur, júlí 14, 2005

Grátur af gleði !

Loksins Loksins getur fólk farið í það að búa til börn á fullum krafti því mannanafnanefnd er loksins búin að samþykja nafnið Ljósálfur. Ég tel að með þessu sé brotið blað í sögu fæðingartíðni á Íslandi því ég veit að margir hafa haldið í sér og beðið og vonað að þessi dagur rynni upp.......

Til Hamingju Ísledingar

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Erfitt að segja.

Jæja ég var aðeins að uppfæri skirfstofuna mína, auka við þægindi mætti kannski kalla það, get reyndar ekki sagt að þetta séu hlutir sem ekki sé hægt að komast af án. í Fyrsta lagi var ég að kupa mér stóra standviftu sem sér um að halda hreyfingu á loftinu hjá kallinum og ver að ég tel því að mar kafni úr eigin fílu ! Hinn hluturinn er nudd í skrifstofustólinn og ekki aðeins nudd heldur líka hægt að fá í hann hita. Þessi merki búnaður samanstendur af nuddi á rass og læri, mjóbak og svo bakið allt. Stillingar eru að auki að ýmsum toga og gengur vægast sagt mikið á ef allt er sett í botn. já já já já já já

4SETI kenndur við dellu...... HA !!!!

föstudagur, júlí 08, 2005

Meiri pælingar...........

Fyrir utan þær pælingar sem eru að togast á í manni í sambandi við Þjóðhátíð......Sem eru talsverðar get ég sagt ykkur, þá fór ég að spá í því hvað fólk er svona almennt séð að hugsa þegar það er að hlaupa upp stiga ! Erum við að tala um að það eigi sér stað útfærsla af hugartæmingu ?

Ég er að vinna uppá 4 hæð reyndar er til staðar bæði stigi og lyfta. Ég hleyp náttlega stigann í 95% tilfella til að tryggja ja svona hitt og þetta !!!!!!!! Ég hef tekið eftir því að þegar ég er á hlaupum mínum þá sérstaklega á uppleið þá virðist hugurinn tæmast að hluta og í mesta lagi þá er mar að hugsa hvað mar á margar hæðir eftir upp. Ég neita því að þetta tengist því á nokkurn hátt eins og stundum er sagt að karlmenn geti bara hugsað um eitt í einu. Ég er ekki að segja að mar geti ekki hugsað um allt milli himins og jarðar í stigahlaupi ef mar ætlar sér það heldur er ég að draga mína reynslu að slíkum hlaupum fram í dagsljósið og þegar mar kemur óháður án allra slíkra pælinga í stigann, þegar þú og stiginn horfist í augu, auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Ég veit reyndar að með þessari pælingu á ég að rústa stigahlaupshugartæmingu hjá mér því nú á ég eftir afsanna hana í hverju hlaupi eftir þetta.



Má mar Spöglera

mánudagur, júlí 04, 2005

Ahhhhh gott gott

Jæja þessi helgi var náttlega alveg tær snilld. Mar fór bara í það að vera í fríi um helgina og meira til, tókum langa helgi ( frí mánud ) Þetta hefur nú ekki gerst síðan ég veit ekki hvenær. Fórum í Húsafell á föst með Inga og Heiðbjörtu ásamt litlu snillingunum þeirra. Á laugardagskvöldið bættist okkur svo liðstyrkur þegar Dýa og Garon létu sjá sig. Það var fengið sér svona létt í könnu en ekki hvað. Svo á sunnud var haldið norður yfir heiðar þar sem sá stutti var skilinn eftir hjá ömmu sinni og afa, þannig að það verður svona aðeins annar bragur á heimilislífinu í holtinu næstu vikuna eða svo........

Annars er jú allt gott að frétta. Vinnan er að fara mjög vel af stað og mun betur en ég þorði að vona. Þær alveg detta út í kippum hjá mér íbúðirnar “ jaaa eins og heitar lummur “ Það er svo ekki spurning að þið lesendur góðir eruð náttlega dugleg að plögga kallinn.. ÞAGGI ????????

Mar er aðeins búinn að vera að hræra uppí bílamálunum hér á heimilinu og voru þegar mest var 4 bílar á heimilinu, er reyndar komið niður í 3 stk núna, jafnvel eins og einni Hondu of mikið............


Þjóðhátíð eða ekki þjóðhátíð það er nú spurningin.......