sunnudagur, janúar 30, 2005

Hornsteinn í Íslensku samfélagi. .

Að láta kyrrt liggja er oft það þægilegasta og auðveldasta í stöðunni en stundum getur verið gáfulegt hressandi og afdrifaríkt að taka bara á hlutunum og jafnvel stíga aðeins útfyrir komforsjónið, reyna að fyrirbyggja að mar staðni í þreyttum sporum og hætti smám saman að njóta alls þess góða sem þetta magnaða fyrirbæri “lífið” hefur uppá að bjóða. Það er mönnum hollt og nauðsynlegt að kafa inní sjálfan sig, reyna að átta sig á því hvað mar í raun vill og hvernig mar vill haga seglunum.

Lífið er ekki tilbúinn pottréttur, það ert þú sem ert kokkurinn (höfuð titturinn) og sérð um að setja bara það í réttinn sem þú hefur áhuga á og hana nú........... Það fer ekki framhjá manni þegar mar hefur fundið rétta hráefnið.

Á DISKINN MINN !!!!!!!

Ókeypis speki í boði 4setans( njóttu)


Helgin tær snilld ..............

Létt Idol Partý í holtinu á föst með mat og tilheyrandi, kvöldið var mjög ljúft .

Laugardagskvöldið var nú bara eitt það allra allra besta sem ég hef upplifað. Þó fór ég og betri helmingurinn úr að borða á Rauðará og borðuðum góða þriggja rétta máltíð með öllu tilheyrandi ( get alveg hiklaust mælt með Rauðará, Kósý stemming og þægilegt andrúmsloft). Kvöldið fullkomið.

Það er svona nettur fiðringur byrjaður að naga mann fyrir næstu helgi, þá er stefnan að renna norður yfir heiðar á þorrablót með fullt að snarklikkuðum norðlendingum......Verður pottþétt bara hressandi.

Hina helgina er náttlega komið að blóti ársins á Hellunni og er það skyldumæting fyrir fólk sem vill með einhverju móti getað tekið þátt í umræðum líðandi stundar á klakanum.

Jahérna HÉR................




laugardagur, janúar 29, 2005

Ekki fer regnboginn undir mann !

Jahhh ekki frá því að hér fari nú eitthvað að detta innnnnnnnnnnnnnn..........................

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Ekki tapa gleðinni........Og ekki

Miðvikudagskvöld eru mjög svo þýðingarmikill fyrir mig .....Það skiptir vikunni i tvennt, þ.e.a.s í mánudag og þriðjudag og miðvikudag og svo kalla ég allt hitt helgi. Á miðvikudagskvöldum er mar dottinn í helgarskapið.

Dagurinn í gær var að mörgu leyti magnaður og minnistæður fyrir margra hluta sakir, litið um öxl , horft fram á við og bros allan hringinn ! ! ! ! ( djúpur ! )

Það er svona mest mikið lítið nýtt í þessu annars svona þannig séð allavega. Gengur allt sinn góða vanagang, daginn aðeins farið að lengja og sólin hækkar á lofti..........Spurning með vorlaukana ?

Stefnan tekin á það að morgun að sýna sig og sjá aðra í sveitinni ( aðaltilgangurinn er þó að fara að skoða nýfæddan Ingason betur, er lítið búinn að sjá hann ).

Mar er að komast í stemmara fyrir þorrablótið og held ég að það verði bara nokkuð magnað og kannski frekar frábrugðið þeim fyrri sem ég hef farið á en allt af hinu góða heldégnúbara.is


Búllsjitt@benjamín.is



mánudagur, janúar 17, 2005

Flýg á skýi og glotti

Jæja mánudagur og helgin sem leið var mjög svo ljúf sko, mar er svo dannaður að mar hugsaði ekki einusinnu um það að kíkja á plönin ( toppaðu það )

Laxi fluttist í dag úr Bruggdalli yfir í einbýlishús og má þá segja að með batnandi fisk sé best að lifa já já já já já. Okkur Laxa áskotnaðist þetta flotta fiskabúr og er það smá hluti af ótrúlega mörgum spennandi röðum tilviljana sem virðast bara rigna yfir mann þegar mar býst kannski síst við. Allt virðist ganga ótrúlega vel upp og bara bjart framundan........

Mar hefur nú verið svona frekar þurr á manninn hér í bloggheimum undanfarið og verður framvinda mála að koma bara í ljós.....en er nú stefnan að reyna að herða aðeins takið á lyklaborðinu.


Faraldur Haraldur.........



miðvikudagur, janúar 12, 2005

Fljótt skipast veður í lofti.is

Jæja héðan af hótel Holti er bara allt ansk gott að frétta. Ekki hafa komið upp teljandi vandamál í sambúðinni að undanskyldu því hvað Gísli talar mikið uppúr svefni. Það liggur mjög vel á húsbóndanum og virðist fæst geta farið í taugarnar á honum þessa dagana nema þá kannski helst hvað skólinn slítur annars frábæra daga í sundur fyrir manni :-)

Ég er hæst ánægður að vera loksins kominn með alvöru þvottavél og þurrkara, ef einhverjum vantar að láta þvo af sér þá er það ekki málið, ég er búinn að dreifa miðum hér um götuna og nánasta nágrenni þess efnis og hef ég fengið jákvæð viðbrögð fá fólki og mikið af þvotti sem ég nýt þess mikið að þvo. Þetta kemur reyndar talsvert mikið niður á nætursvefni en það er alveg þess viði !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!


Já nú skín sól á hundarass.............


mánudagur, janúar 10, 2005

Jamm og já.............

Hvaða andleysi er þetta á manni hér í bloggheimum. . .Mar er eitthvað annars hugar og frekar útkeyrður eftir þessa annars frábæru helgi og held ég að þessi dagur fari meira og minna í það að hlaða batteríin, sem betur fer er stuttur skóli hjá mér á mánud. Ég held að mar verði að reyna að fara að nota helgarnar meira í að safna orku fyrir vikuna í stað þess að nota alla vikuna í að jafna sig eftir helgarnar..... ( Kannski er þetta bara aldurinn sem er að byrja að bögga mann :-)

Þetta var fyrsti alvöru skóladagurinn hjá mér og get ég nú ekki sagt að mar hafi mjög gaman af þessu en held samt að ég komi til með að sinna þessu betur en oft áður allavega.

Fór á nýju stuðmannamyndina á Föstudagskvöldið og verð ég að segja að ég bjóst alls ekki við svona góðri mynd, mun betri en sú fyrri fannst mér. “ Dúddi sér um sína”


Endurnærður í hleðslu.


laugardagur, janúar 08, 2005

Og enn til hamingju...........

Jæja er þetta að breytast í eitthvað nýbura blogg ???????
Í gær var það félagi Trausti Jónsson ásamt eiginkonu sinni Sólrúnu sem eignuðust stelpubarn 14 merkur og 51 cm.


Held bara aldrei betri og það með puttann á púlsinum !!!!!!!!!!!!!!!

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Nýfæddur Ingason.

Jæja þá er mar búinn að eignast lítinn frænda. Um kl 10 í morgun kom í heiminn lítill prins og tók það ekki langan tíma og gekk ágætlega.

Meira um það síðar.

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Allt og ekkert í gangi.

Uhhhhh þessi dagur vara svona sitt lítið af hverju og þó. Ég og Laxi smelltum okkur saman í Sundhöll reykjavíkur og kom mér það verulega á óvart hversu mikið mar þarf að borga fyrir lítinn og saklausan gullfisk í sund sem í mesta lagi gerir flugu mein, ég get ekki með nokkur móti séð hvað Laxi minn myndi þvælast fyrir eða angra nokkurn lifandi mann en nóg um það.

Annars er mar bara góður hér í holtinu sem er nú að líkjast 5 stjörnu hóteli meira og meir, vantar bara Pottinn útá pall og reyndar pallinn líka en hann verður kominn í byrjun vors já já já já já.

Stundataflan mín fyrir þessa önn sem er að renna af stað er með þreyttara móti verð ég að segja, náttlega stútfull og svo er ég í 2 Frönsku og 2 Stærðfræði áföngum, er hægt að toppa þau leiðindi ?


Sól Sól skín á mig..................


mánudagur, janúar 03, 2005

Tími til kominn...............

Jæja þá fer mar vonandi að verða duglegri í bloggheimum á ný.
Morgundagurinn spennandi að vissu leyti en boring að öðru !!!!!
Meðal annars er ég að fara í það að nálgast stundaskránna sem þýðir það að ég er að byrja aftur í skólanum eftir frábært frí og ítrekaðar tilraunir hjá múttu við að breyta mér í spekkaðan nashyrning með öllum þeim kræsingum sem lagðar hafa verið fyrir mann yfir hátíðirnar ( hef bara aldrei vitað annað eins ), allavega er skólinn dapri hlutinn við morgundaginn en svo hefur hann líka ýmislegt jákvætt í för með sér líka já já hefði nú haldið það.......


Áramótaheit : Hvað á mar að segja já ég staldraði aðeins við að íhugaði hvað betur má fara í þessu lífsmunstri sem mar er að lifir og snýst í og vitir menn ég komst að þeirri niðurstöðu að mar hefur það bara helv gott en auðvitað má ávalt rækta sál og sérstaklega líkama betur ( Frekar þreytt klisja þar á ferðinni ). Svo eru tveir aðrir hlutir sem ég hef mikinn áhuga á að vinna aðeins betur í og kem örugglega til með að fjalla um hér síðar..

Laxi biður að heilsa og þá sérstaklega Davíð sem hann virðist vera að taka í föðurstað eftir allt sem á undan er gengið jahérna hér, við fengum sko frá honum gullfiskabók í jólagjöf og virðist það hafa hitt svona líka í mark.................

Jahhhh Sjaldan betri