laugardagur, desember 24, 2005

Gleðileg jól góðir hálsar.......

mánudagur, desember 19, 2005

Jæja dagur eitt hjá heimavinnandi húsmóðir.........

Púff....Manni baaaaaara leiðist, held að ég sé líka að verða búinn að ráðstafa þeim frídögum sem eftir eru, þoli ekki að hanga svona heima, fæ reyndar liðsstyrk í letinni því Fannar er að klára skólann á morgun. Við eigum reyndar eftir kaupa slatta af gjöfum og svo er stefnan að dressa sig upp fyrir jólin, stendur til að byrja á þessu af krafti í kvöld, gott þætti mér ef þetta kláraðist líka........


Já bara læti á Hellunni !

miðvikudagur, desember 14, 2005

Helvíti góður Jóli.......

Já ég get ekki sagt annað en að hlutirnir gerist frekar hratt...... Maður er rétt nýbúinn að sætta sig við það sjálfur að jólasveinninn sé ekki til þegar mar er farinn að leika hann og setja í skóinn fulla ferð, hef mjög gamna að þessu. Það er reyndar snilld hvað Fannar er þægur og góður að fara að sofa. Hann er svo vaknaður fyrir allar aldir að skoða afrakstur næturinniar, hann tekur þessu mjög alvarlega. Ég er að hugsa um að halda þessu kannski áfram eitthvað fram á vorið :-) Við keyptum alla pakkana frá SÁÁ svo mar er að styrkja gott málefni í leiðinni.

Það er allt í einu komin mjög myndaleg bumba á betri helminginn, hún er ekkert smá flott sko og ég frekar montinn. Það er 20 vikna skoðun í næstu viku, maður er alltaf með puttann á púlsinum að finna hreyfingu í litla krílinu......... :-)

Ef þú ert ennþá að reyna að koma þér í jólagírinn þá mæli ég með að þú hlustir á bylgjuna ( mikið af jólalögum þar ) sem og að taka rölt eða rúnt niður Laugaveginn ! En ef þú ert búinn að gera allt fyrir jólin og hefur ekkert að gera þá getur þú farið á Laugaveginn og lagt bílnum framan við toni&guy og fylgst með fólki fara í jólaklippinguna............. bara hugmynd !

Eintóm hamingja....

þriðjudagur, desember 13, 2005

Jæja hver verður númer 20.000 ? Óvæntur glaðningur !

Jæja sá 13. er runninn upp og veit ég að fólk er mismikið búið að bíða eftir þessum degi, eftir bókinni er venjan hjá sumum að bíða ekki með eftirvæntingu eftir að 13. dagur hvers mánaðar poppi upp en tel ég að undantekningin yfirvinni alla hjátrú í dag......

Það styttist í að Sá danski mæti á klakann ef mér skjátlast ekki er það næstkomandi föstudag........

Svo er það vandamál að fá spýtur nú til dags, þær virðast vera mikið bókaður og djúpt sokknar. Held að það losni ein þann 21. Des en þá má búast við að hún verði ekki viðræðuhæf fyrr en eftir áramót sökum ölvunar.....

Það sem vakir fyrir mér að er taka eins og einn / tvo leikþætti í góðu tómi og jafnvel að fá að skoða upptökur frá móttökunefnd Íslands og jafnvel myndbrot frá því að pallurinn Jacko var vígður.

Jólahlaðborð var það ekki !

mánudagur, desember 12, 2005

Frekar klén færsla.........þannig !

Það er bara aukið jólaskap sem ber að dyrum annað er það nú lítið.....er að komast í jólafrí núna á föstudaginn.........já já já já tók mér frí frá næsta föstudegi og fram yfir áramót.
12 dagar rétt rúmir þar til að jólin hringja inn. Við verðum á Hellunni yfir hátíðirnar en kíkjum kannski norður áður en árið er allt !

Og hún stækkar og stækkar..........

fimmtudagur, desember 08, 2005

Lúxus miðbær !

Jæja þá er mar í því að sporrenna niður einni Sóma lúxussamloku sem inniheldur Kjúklingabringu,rautt pestó, rýrðan rjóma, rauða papriku, salatblöð síðast en alls ekki síst kornbrauð. Uhhh kalt mat : Þó nokkuð þurr, mætti vera meiri sósa að mínu mati. Hún hefur uppá að bjóða ívið of mikið grænmeti þessi elska sem mætti svo sannalega yfirvinna með dassi af kjúklingi til viðbótar sem myndi þá að samaskapi kollvarpa hér áður nefndri lýsingu og skriði hún þá örugglega upp einkunnarlistann. Rauða paprikan bjargar henni frá falli og hlýtur hún einkunnina 6.

Fór aðeins að útrétta í miðbænum áðan. Alltaf gaman að koma í miðbæinn ! Ég er einn af þeim mörgum sem þykja vænt um miðbæ Reykjavíkur en legg samt ekki neitt að mörgum til að styrkja verslun á svæðinu ( nema þá kannski á öldurhúsum sem er ekki svipur hjá sjón núorðið ) Hvað veldur ?
Líklega er það veðurfarið sem rekur mann oft í Kringluna eða Smáralind ásamt gömlum vana. Það dettur samt alveg inn að mar fari að versla í ágætisveðri en nei ekki fer mar á Laugaveginn. Bílastæðamálin hafa líka áhrif ef ég tala fyrir mig en held að þau mál hafi skánað talsvert með tilkomu bílastæðahúsa. Þessir stöðumælar eru líka alltaf umdeildir, mar er náttlega aldrei með klink í þá en ef þeir væru ekki til staðar væri hætt við því að þau stæði myndu teppast dögum saman af bílum sem tilheyrðu ekki verslunum í bænum. Þegar mar fer erlendis þá labbar maður verslunargöturnar upp og niður, út og suður og hefur gaman af, hversvegna ekki hér heima ? Kannski útaf því að mar er ekki duglegur við að fara í verslunarferð í bæinn og fá sér nokkra hrímaða inn á milli ? mar þekkir ekki nema lítið brot af búðunum í bænum, svona búðirnar eins og Stymma gleraugu sem náttlega allir þekkja.

En allavega allir í bæinn............

þriðjudagur, desember 06, 2005

Back to school eða hvað ?



Rakst á þessa úrvals mynd á netinu, alveg kjörin í að koma manni í skólagírinn. Ætla að sækja um löggildinguna í heimi fasteigna sem byrjar núna í febrúar, er ekki viss um að komast inn en vona það besta. Þetta eru þrjár annir og skilst mér nokkuð strembið á köflum, kennslu er þannig háttað að maður geti unnið vinnu með en í staðin kostar það á við flottan Krossara !

Nema mar fara bara í Sálgæslufræðina..............

mánudagur, desember 05, 2005

Nýr þjáninga bróðir

Jæja þá held ég að fólk sé að hugasa um eitthvað annað en að kaupa sér þak yfir höfuðið þessa dagana. Það er allavega mun minni erill en á venjulegum mánudegi, má svosem búast við því líka.......fólk er að detta í jólagírinn. Ég er allavega að komast í eitthvað jólaskap, það hefur ekki gerst í mörg ár að mar hafi fundið sérstaka spennu fyrir jólunum þó að mar hafi alltaf gaman af þeim já já já á mínu heimili er búið að baka og skreyta þó nokkuð, mar fór í það um helgina að skreyta, tek sko ekki að mér baksturinn.....

Mar getur ekki verið minni maður en hinir í ræktinni. Ég hef hingað til haft félagskap af mp3 spilaranum mínum í gymminu, það er að segja þegar ég fer einn. Ég sá að allir eru komnir með Ipot og auðvitað þurfti ég að eignast svoleiðis. Gömlu voru að koma frá Florida og ég plataði þau til að kaupa fyrir mig eins og tvö stykki, þetta er þessi nýi sem er jafn þykkur og 3-4 debet kort. Flott græja og nettur í vasa.

ÆÆÆÆÆ hvað ég sakna þess mikið að vera ekki í prófum núna, það væri nú munur.

Gór yfir og út.......