miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Dararamm......

Nú situr mar á skrifstofunni í tiltölulega góðum fíling með góða tónlist undir að hætti Muse manna. Það er rólegt sem stendur og áritið lítið nema þá helst að völdum veraldarvefsins og símans. Annars er mar hinn rólegasti hér og horfist í augu við Esjuna út um gluggann. Ég er alltaf á leiðinni að rölta uppá hana í góðu skyggni. Mar er bara alltaf búinn að skipuleggja vikuna langt fram í tímann án þess að átta sig á því. Mar lifir ótrúlega hratt og þarf alltaf að hafa nóg að gera og er mesti möguleikinn á því að mar slakar á þegar mar fer útúr bænum, mar ætti sennilega að fara að kaupa sér sumarbústað. já gæti alveg hugsað mér að eiga afdrep í c.a 2 tveggja tíma fjarlægð frá höfuðborginni

Í nefnd !

mánudagur, ágúst 29, 2005

Á skýi

Já þetta óvænta hér að neðan var ávísun á tæra snilld. Við keyrðum austur fyrir fjall og pjakkurinn var skilinn eftir hjá ská ömmu og afa, þaðan héldum við svo á Hótel Rangá þar sem beið okkur flott herbergi, þriggja rétta máltíð, pottur og freyðivín o.s.fv............ Með konunni og þessa uppskrift að auki. Ekki hægt að hafa það betra enda var þetta mjög ljúft og besta afmælisgjöf sem ég hef fengið, fékk reyndar líka góðan pakka þann 24. Það verður erfitt að topp þetta í nóv þegar Hildur á afmæli..... Ég reyni !

Ég er búinn að sjá það að mar er ansk auragráðugur því það er næstum því sama hvað mar er beðinn um ef það er nóg af $$$$$$$ þá er mar mættur á svæðið. Vorum að taka að okkur eitt slíkt verkefni núna á sunnudag og nær það e-d fram í vikuna.

Næstu helgi er svo fyrirhugaður reiðtúr, ég held og vona að það verði 100% mæting hjá hljómsveitinni SÍÐAR NÆRBUXUR MEÐ RÖNDUM að auki verða held ég báðir Bubba synir á svæðinu og jafnvel fleiri. Það er ekki laust við að mar áætli að útkoman verði hálf rök, góð og afbragðs skemmtun því ekki fer ég allavega edrú á bak......Það er ljóst !

Ólsen

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

hhhhhvvvvvílígt annað líf !!

Ég finn mikinn mun á mér eftir að ég náði að brjótast í gegnum 24ra ára múrinn. Þó ég hafi ekki stækkað mikið þá breyttist lífsviðhorfið mikið og sé ég þessa umtöluðu heildarmynd á allt annan hátt en fyrr. Ég er t.d núna loksins tilbúinn að taka ábyrgð á gjörðum mínum, vakna sjálfur á morgnana, sjá um að skila skattaskýrslunni á réttum tíma, pissa ekki í baðið o.s.fv Held að það sé fínt að vera á þessu róli 22-27 en þegar mar fer að nálgast þrítugs aldurinn fer að koma meiri pressa, hvar stend ég ? Er ég sáttur við gang mála, hvar vill ég standa, já það eru ein af þessum stóru tímamótum í lífinu og svo aftur við fimmtugt. Þá vill mar vera kominn með pottþéttan grunn sem mar byggir svo á í ellinni. Á bilinu frá fimmtugt til sextugs á mar fyrst að fara að lifa lífinu eiga nóg af öllu nema skuldum og bara glotta útí annað.

Í gær hafði mar það gott heimavið í “( SLÖKUN )” Fórum svo með guttann í pössun ( er ljótt að nota orðið geymslu ? ) og fórum á Hereford steikhús............ mæli með þessum stað, nautið alveg geggjað. Eftir það átti mar gott kvöld sem er svosem ekkert nýtt.........Á morgun er svo e-d óvænt í gangi , allavega má ég ekki vita hvað á að gera né hvert á að fara, það eina sem ég veit er að það verður pakkað í töskur og keyrt af stað. Ekki eins og ég sé forvitinn !

Takk pent.

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Haustið kallar....

Voðalega hellist þetta haust bókstaflega yfir mann, Veðurspá næstu tvo mánuði RIGNING. Umferðin að þyngjast svo um munar núna þegar skólarnir fara af stað. Það eru engir rauðir dagar eftir á dagatalinu svo langt sem augað eygir. Aðfangadagur er á laugardegi svo þetta verða ömurlega stutt jól. Dagurinn styttist og styttist og skammdegisþunglyndin hrannast upp í bílförmum. Já nú er það svart..........

Ég reyndar sé ekkert nema bjart allan hringinn.....Gæti ekki verið sáttari með gang mála á heildarpakkanum. Er ekki að setjast á skólabekk í þessa skiptið í staðinn ætla ég að sitja á skrifstofunni minni og miðla íbúðum til landans. Á morgun eru víst 24 ár liðin frá því að kallinn leit dagsins ljós í þessu jarðlífi og er stefnan hjá okkur hjúum að taka frí það sem eftir er vikunnar að því tilefni meðal annars. Mér finnst veturinn alls ekki síðri tími en sumarið, mar notar bara aðeins fleiri kerti á veturna. Það er stefnan að hefjast handa við pallasmíði á allra næstu dögum, verður mikill munur að geta grilla á pallinum þó að það hausti. Þegar hann verður klár held ég að það sé kominn tími á þetta svokallaða áðurnefnda pallainnflutningsafmælis Party....... Ef að sólin skín ekki þá er bara að stara !! JÁ JÁ


Gór........

föstudagur, ágúst 19, 2005

Boðið í afmæli............

Já......Þar sem ég á afmæli þann 24 sem er að þessu sinni miðvikudagur hef ég ákveðið að bjóða fólki sem hefur áhuga á að samgleðjast mér að mæta í miðbæinn á Lau. Ég hef ákveðið að vera með eitt og annað í gangi í 101 allan daginn og hápunkturinn verður þó líklega smá tónleikar sem ég ætla að slá upp undir kvöld að ógleymdri flugeldasýningunni. Ég á von á að e-d af liði mæti á svæðið, blóm og kransar eru afþakkaðir.

Mar er jú bara einusinni 24ra

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Ok Ok Ok maaaaá ég sjá ok ok....

Ragnar Bjarnason er snillingur, öðru nafni Raggi Bjarna og hanannnú !


Ekki spurning.

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Kippu á kallinn.....

Merkilegur ansk.....

Brugghús í Bandaríkjunum hefur sett á markað heimsins sterkasta bjór. Áfengismagn bjórsins er 25%. Þetta er líka dýrasti bjór í heimi því flaska af Samuel Adams Utopias kostar 3.600 krónur. Líst ekki á að taka einn svona á undir 4 sek. " Heyrðu ástin mín ég kom við í ríkinu og kippti með kassa fyrir helgina......Kostaði ekki nema 86.400 "

Nú styttist í þessa svokölluðu Menningarnótt. Ef það verðu ekki e-d brjálað haustveður þá er nú stefnan að taka röltið og tékka aðeins á stöðunni......

Fá sér einn.

mánudagur, ágúst 15, 2005

Blandað......

Jæja enn ein úrvalshelgin að baki. Við fórum í einnar nægur gaman í Galtalækinn seinnipartinn á föstudaginn. Leiktækin heilluðu þann stutta algjörlega, hann rétt lét sjá sig til að borða og sofa. Ótrúlegt hvað manni finnst stutt síðan mar var í hans sporum, með gamla settinu alveg áhyggjulaus og það eina sem skipti máli var að hamsat nógu ansk mikið í leiktækjunum. Er nú ekki að segja að mar sé neitt sérstaklega hlaðinn áhyggjum, það er allavega kannski aðeins meiri ábyrgð sem fylgir því að vera 24 eða 7 ára....Eða er það ekki ?

seinnipartinum á laugardeginum eyddum við svo á Hella City ( töðugjöldum ) Það var alveg ágætt.....Er reyndar einn af þeim sem vill hafa þessa skemmtun áfram uppá gaddstaðarflötum. Fannst sorglegt hvað það var lítið af utanaðkomandi fólki á svæðinu miðað við síðustu ár, má reyndar kannski líka kenna um lélegum og litlum auglýsingum fyrir helgina. En allavega held að allt hafi farið friðsamlega og stórslysalaust fram þetta árið og allir heilir.............

ágætt það !

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

Elsti Atli Snærinn í heimi !!!

Já........... það má nú lesa mismikla gleði fólks með dagskrá töðugjalda 2005. Ég verð samt að segja að það gæti bara vel farið svo að mar láti sjá sig e-d þarna. Eins í Leifi benti svo réttilega á hér að neðan þá á að færa sviðið kl 21 á laugardagskvöldið og er sá atburður nóg til að skola til áætlunum helgarinnar, ekkert í hendi þó.......


Það má nú segja, mar er jú elsti núlifandi Atli Snærinn á Íslandi og þá væntanlega í heiminum, ætli það sé kannski til fertugur Mexicani sem ber þetta flotta nafn ? Fór í þjóðskrána og sá þar að við erum 12 talsins, sá yngsti er fæddur 2002. Það væri nú gaman að hitta þá alla í einu t.d í Húsdýragarðinum væri alveg magnað, "Húsgarðurinn lokaður í dag laugardag nema fyrir menn sem bera nafnið Atli Snær " Já svona gróft á litið sýnist mér þetta allt vera snillingar og herramenn miklir. Þetta er náttlega bara kalt mat sem ég fékk með því að rýna djúpt djúpt í nafnið .............


Alveg á smella á enn ein helgin.

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Tíminn líður......

Þessar vikur algjörlega hverfa...... Tíminn frá áramótum er búinn að líða fáránlega hratt, er það ekki þannig þegar mar hefur það gott og líður vel HEFÐI NÚ HALDIÐ ÞAÐ. Vinnan gengur vel og markaðurinn að taka vel við sér eftir svokallaða lægð sem fylgir sumrinu, það eru c.a tvær vikur í kringum versló sem flestir virðast vera að hugsa um allt annað en að kaupa sér þak yfir höfuðið t,d að reyna að ná sér í smá lit áður en haustið stimplar sig inn. Það verður aðeins öðruvísi að fara ekki í skóla þannan veturinn því það hefur nú verið venjan að vera að reyna að nema e-d en nú er það að vinnan. Held að fasteignasalar geti svona almennt séð farið að pakka niður, þessi markaður rúmar ekki MIG og ALLA HINA. held að þeir verði að víkja.

Ég rakst á dagskrá Töðugjalda á atvinnuferdir.is

Dæmi nú hver fyrir sig !


Föstudagur 12. ágúst.
Þykkvibær – heimili íslensku kartöflunnar.
Kynngimögnuð kartöflusúpa, sýning á kartöfluvélum, lifandi tónlist, ljósmynda- og listsýningar, markaðsstemning, útreiðartúrar fyrir börn, útsýnisferðir í fjárvagni aftan í traktor.

Laugardagur 13. ágúst.
Kl. 9.00 Götumarkaður opnar í tjaldi í Þingskálum á Hellu. Fjöldi handverksfólks úr Rangárþingi, matvara, sixties fatamarkaður ofl.
Búvélasýning Jötunn véla ehf.
Rússajeppar í Þingskálum.

KYNNIR OG STJÓRNANDI FELIX BERGSSON
Kl. 10.00 Sixties leikjanámskeið við sviðið í Þingskálum.
Kl. 11.00 Smalahundakeppni á íþróttavellinum.
Kl. 11.30 Þrístökkskeppni sveitastjórnarmanna í lopapeysu, föðurlandi og gúmmískóm.
Kl. 12.00 Sultuhlaup þingmanna Suðurlands.

Boðin verður rammrangæsk kjötsúpa úr stærsta kjötpotti landsins.
Sminka býður sixties smink og hárgreiðslu
Handverkshúsið Hekla á bökkum Rangár sýnir vinnu á handverki, bakar flatkökur og ástarpunga á staðnum og þar verður gítar Elvis Presley þæfður úr íslenskri ull. Fylgdu rauða ullarþræðinum frá Þingskálum og meðfram bökkum Rangár.

Kl. 13.00 Rokk karaoke keppni fyrir 16 ára og yngri.
Kl. 14.00 Sixties hárgreiðslukeppni.
Kl. 15.00 Töffara og skvísukeppni 16 ára og eldri.
Kl. 15.00 Hin landsfræga spuna og prjónakeppni Ull í fat verður haldin á milli prjónakvenna hvaðan æva af landinu. Keppt verður m.a. í að prjóna gangandi. Farandgripur afhentur sigurvegara að keppni lokinni.

Verðlaun í keppnisgreinum eru útsýnisflug með DC 3, Páli Sveinssyni, í boði Olís.

DAGSKRÁ Á SVIÐINU Í ÞINGSKÁLUM. KYNNIR ÍSÓLFUR PÁLMI GYLFASON.
Kl. 16.00 Hagyrðingamót undir stjórn Ómars Ragnarssonar.
Kl. 17.00 Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvalds.
Kl. 17.30 Guðrún Gunnarsdóttir syngur lög Ellýjar Vilhjálms.
Kl. 18.00 Ómar Ragnarsson syngur sixties topplögin sín.
Kl. 18.30 Lúdó og Stefán syngja öll sín bestu lög.

Risaútigrill milli kl. 19.00 og 20.00

ÍÞRÓTTAVÖLLURINN HELLU
Kl. 21.00 Sviðið fært yfir á íþróttavöllinn.
Kl. 21.45 Frumkvöðlar ársins 2005 fá viðurkenningu.
Kl. 22.15 Brekkusöngur undir stjórn Árna Johnsen.
Kl. 23.00 Flugeldar og lok hátíðar.

mánudagur, ágúst 08, 2005

Allt Gott eða næstum því........

Jæja Þjóðhátíðin klikkaði ekki þetta árið frekar en venjulega. Það var ágætasta veður nema þá helst á mánudeginum, var allavega mjög sáttur að vakna í heimahúsi en ekki í blautu tjaldi inní dal í roki og rigningu. Fórum út í talsverðum sjó með dallinum á laugardaginn, siglingin lagðist mis vel í okkur en það hafðist allt.....Stemmarinn sem myndast útí þessari litlu eyju er náttlega eingu lík, hápunkturinn finnst mér samt alltaf vera sunnudagskvöldið : Brekkusöngurinn litla flugeldasýningin síðast en ekki síst blysin sem lýsa upp dalinn......SNILLD. Við vorum sammála um að helgin hefði heppnast mjög vel og skemmtanagildið með ágætum. Við sigldum heim kl 2 aðfaranótt þriðjudagsins og lagðist mar á koddan sex hálf sjö, reyndar ekki lengi því það var vinna hjá okkur hálf 9 !

Jæja þá er kominn 8. ágúst og sumarið farið að styttast í annan endan, reyndar hápunktur sumarsins ennþá eftir en það er auðvitað sá 24....Ekki spurning.

Það er ekkert annað hægt en að lýsa frati á þessa blessuðu töðugjaldanefnd sem og sveitastjórnina með fyrirhuguð töðugjöld. Alveg furðulegur ansk að þurfa að vera að draga inn seglin með umfang töðugjaldana þegar í öllum svipuðum bæjarfél á landinu er unnið við að stækka álíka hátíðir og draga að sem mest af fólki og helst að toppa sig ár eftir ár. Mín skoðun er sú að sveitafl. getur alveg stutt betur við hátíðina, slík hátíð verður seint rekin með hagnaði. Miðað við þá dagskrá sem ég hef lesið á vef Rangárþyngs Ytra þá mæli ég með því við fólk láti ekki sjá sig á svonefndum töðugjöldum sem á að halda inní þorpinu og fari þá frekar í eina af síðustu útilegu sumarsins, held að það verða ofaná hjá mér og mínum allavega.


Skammist Ykkar ..............