mánudagur, október 31, 2005

Sælla er að gefa en þiggja segja þeir !

Ég er bullandi sáttur við að hafa snjóinn ef það er þá bara snjór og frost, veður og færð eins og það er í dag er bara þreytt og ávísun á að svartur bíllinn hjá manni sé aldrei svartur ! Það er reyndar gyllta þruman hem hefur séð fyrir því að mar komist á milli staða, 4x4 kemur sér vel. Mar verður víst að fara í það að kaupa nagladekk undir þann svarta.

Annars allt og ekkert að frétta, flest við það sama, tíminn veður áfram og styttist óðum í að jólin detti inn með tilheyrandi jólagjafastússi. Eins og mér finnst gaman að fá pakka finnst mér ekkert gaman að kaupa gjafir handa öðrum...........uhhhh hljómar kannski illa, finnst sjálf athöfnin við að kaupa þá allt í lagi sko, en að ákveða hvað á að vera í pakkanum finnst mér stundum frekar súrt, að kaupa eitthvað sem vekur ekki upp kátínu er náttlega glatað. Reyndar gaman þegar vel tekt til, ég er einn af þeim sem er hlaupandi á Þorláksmessu upp og niður Laugarveginn rétt fyrir lokun .......... Fór í kringluna í síðustu viku, þar eru menn langt komnir með að skreyta. Spurning um að stefna á að klára þetta tímalega í ár.


Hugurinn hvað !

mánudagur, október 24, 2005

Sjúkur eftir helgina !


Gerði e-d sem ég hefði átt að sleppa fyrir austan um helgina. Testaði hjólið hans Vedda ! Hefði betur sleppt því, er alveg gjörsamlega sjúkur að fara í það að kaupa mér hjól, er með tvö / þrjú í sigtinu. Er að vona að þessi bóla springi !
Helgin var annars róleg og fín, vorum á Hellunni þar var stjanað við okkur þar eins og venjul.

Núna í þessum töluðu orðum eru konur að safnast saman í miðborginni, já í svokallaðri kröfugöngu. Þetta er náttlega frekar sorglegt hugtak...........

” Já klukkan 14:08 ætla ég sko að hætta að vinna og fara í kröfugöngu já “

Þetta er náttlega mjög spes, en það er vonandi að þær hafi erindi sem erfiði þessar elskur. Held að boltinn liggi meira hjá þeim sjálfum en hjá öðrum hvað launamun varðar !


Hrímað kvikindi....

föstudagur, október 21, 2005

Allt það létta......


Sérstök vinnuvika að renna undir lok. Við Fannar vorum líka heima í gær......Hálf slappir en mættum ferskir og tilbúnir að takast á við verkefni dagsins í dag. Gærdagurinn fór að miklu leyti í að spila Shrek leik á playstation. Þetta er ævintýraleikur nokkuð góður. Ég hafði aldrei spilað hann áður og var greinilegt að pjakkurinn hefur aðeins snert á þessu því hann var náttlega miklu betri en ég, kunni öll trixin. Það er alveg frábært að fylgjast með þessum krökkum. Það sem kemur uppúr þeim, miklar pælingar svo fordómalaus og einlæg.

Ég ætlaði að minna þá sem þurfa að drepa tímann og eru búnir að fá leið á að rugla í konunum á netspjallinu hjá gululínunni á Íslendingabók. Gott fyrir námsmenn og fínn tímaþjófur.

Hellu Helgi framundan..

miðvikudagur, október 19, 2005

Hvenær er rétti tíminn.........


Karlpeningurinn á heimilinu er heimavið í dag. Einhver pestin hefur gert sig heimakæra í holtinu á sterkara kynið ! Ég hef ekki náð að greina fuglaflensu einkenni og tel ég þetta frekar vera típíska haustflensu líklega komna úr skólanum hjá Fannari. Við félagarnir erum náttlega búnir að tengja playstation við plasman og heimabíóið, orðið heimilislegt hjá okkur.

Ég vildi ekki vera að standa í að kaupa mína fyrstu íbúð núna, kannski ný kominn úr skóla og með litla peninga milli handanna eins og algengt er þegar fólk er að kaupa sína fyrstu. Gefum okkur það par sé búið að safna millu, það byrjar á því að borgi tæpan helming af því í lántökugjald og stimpilgjald. Þá er eftir 600 þús ( fer auðvitað eftir fasteignamati og upphæð lánsins. Eins og verðlag hefur þróast síðustu ár hefur brunabótamatið sigið mikið afturúr og er nú mikið mun lægra en ásett verð í flestum tilfellum, Þá kemur upp vandamáli. Þrátt fyrir innreið bankana á íbúðalánamarkaðinn er vandamál að fá svo mikið lán á eignina, allar lánastofnanir að undanskyldum Íslandsbanka hafa dregið 100 % lánin til baka. Þeir eru aftur á móti með mun harðari kröfur um greiðslugetu sem að hinn venjulegi námsmaður nær oft ekki að uppfylla.

Með Íbúðarsjóðsláni auk hattláns frá Sparisjóðinum getum við gefið okkur að íbúð sem fæst á 13.9 milj, brunabótamatið er 8,4 milj og lóðarmat 1.4 milj. Þá færð þú að hámarki lán sem reiknað er út þannig

brunabótamat * 1,2 + lóðamat = 11.480.000

Þá vantar uppá miðaðvið að notaðar séu þessar 600 þús í peningum 1.820.000 þús. Hvað gerir fólk þá......Elsku mamma !

Þeir sem keyptu sér íbúðir á undanförnum árum hafa séð að þetta hefur verið afar góð fjárfesting :-) en ég tel nú að toppnum sé náð. Framboð á nýbyggingum er orðið það mikið að markaður eftirspurnar er að verða mettaður tel ég. Markaðurinn að breytast úr seljanda markaði yfir í kaupenda markað, semsagt mikið af eignum á söluskrá og úr nógu að velja. Ég var reyndar á ráðstefnu hjá Kbbanka í gær og þar hljómaði spá þeirra uppá 6% verðhækkun fasteigna næstu 12 mán og þar á eftir einhver niðursveifla á klakanum frá lok 2006-2008. Inní þessari spá eru reyndar margir óvissuþættir eins og, verðbólga, launaþróun ásamt eftirspurn og framboði. Enda er þetta spá, daddara.

Nennti einhver að lesa þetta allt ?


þriðjudagur, október 18, 2005

Ahhhhh dæs dæs..........

Það er óhætt að segja að lífernispakkinn breyttist alveg talsvert frá föstudegi fram á sunnudag. Holtið var svona mekka, þar var farið yfir málin, ótrúlega mikil viska og gáfulegt spjall á einum stað. Gott ef ekki runnu nokkrir niður.
Vorum mættir í Leifsstöð að sækja þann danska á föst kvöld og það með stæl, Rauður dregill og kampavín.

Laugardaginn mættum við vaskir á Landsfund Sjálfstæðismanna og tókum þar út gang mála. Slógum svo upp léttri grillveislu í holtinu og sá danski smellti sér útá félaga Jacko og tók nokkur spor.

Þessi helgi minnti óneitanlega á ákveðið tímabil og eins og þetta var bullandi gaman þá held ég að ég biðji að jafnaði frekar um annan og heilbrigðari lífsstíl.

Hallur Hallsson

föstudagur, október 14, 2005

Tvöfaldan Campari í vatn og tvo klaka Takk !


Jæja já stutt í mætingu hjá þeim danska...........Uppskrift helgarinnar stefnir í að verða nokkuð góð enda nóg að gerast og það í góðra vina hópi, væri auðvitað til í að hafa suma hlutina öðruvísi en svona er þetta........

Stefnir allt í að danski húbbehulle palladansinn verði með skemmtilegu regndans ívafi. Ég sé ekki fram á að það komi niður á dansgæðunum heldur gefi þeim danska þvert á móti aukna vídd í túlkun á sporunum sem verða vafalaust tilfinningaþrunginn og taktföst. Ég held að óhætt sé að tala um Dansfestival með opinni aðferð en skorðum þó !

Bumbusláttur og ballerína.......

fimmtudagur, október 13, 2005

Final Countdown............




Jæja langur og strangur hádegisfundur að baki.

Já það er að verða stutt í að sá danski mæti á svæðið. Hann eins og við var að búast verður sóttur á flugvöllinn og keyrður beint í Sjálfstæðisparty. Það stefnir allt í að hann taki með sér hlýnandi veður en mín vegna mætti hann skilja rigninguna eftir í Færeyjum. Mar býður kallinum svo náttlega gistingu í holtinu og hefur hann úr meiru að spila en Tómasi og Þóroddi þar sem ég er að fara að keyra Hildi og Fannar í flug á eftir, þau ætla að flýja norður yfir heiðar fram á sunnudag, spurning hvort mar höndli það, vonum það.

Pulsa bara helv kallinn upp ...............

miðvikudagur, október 12, 2005

Já þeir leynast víða.............


Hvað ætli mörg prósent af ökukennurum séu perrar !

Fór með bílinn í skoðun í dag og þar sem ég beið eftir að komast að sá ég að ökukennari ásamt nemenda sem líklega var að verða eða orðin 17 ára og var hún kvenkyns, myndar stelpa svosem. Kallinn var á miðjum aldri, kannski að slaga í fimmtugt gráhærður grannur tappi sem virtist eiga þá ósk heitasta að komast í nánara samband við dömuna. Ekki að ég sé að myndskreyta það neitt það bara lúkkaði þannig, hann hafði gaman af því að stjana í kringum hana. Ég leiddi hugann að því starfi að vera ökukennari. Alltaf einn að rúnta með 17 ára gellur og reyna að reita af sér brandarana.

Auðvitað eru flest þessi grey sem eyða megninu af ævinni skít hræddir og skjálfandi í bíl með próflausum einstaklingum í umferðinni bestu skinn. En annars er þetta bara svona pæling.



Skoðun án ath.................

þriðjudagur, október 11, 2005

Lítt títt............



Ef að fólki leiðist og hefur ekkert við að vera þá mæli ég með því að fólk leggi leið sína á netspjallið hjá gululínunni og spyrja af einhverjum fjandanum ! Mér finnst þetta vanmetin leið til að eyða tímanum fyrir þá sem þess þurfa, kjörið fyrir námsfólk :-)



Er Burberrys málið ?




mánudagur, október 10, 2005

Sá þessi hinn........


Fín helgi að baki, mar slysaðist aðeins inná svonefnt konukvöld á Hellunni á föstudagskvöldið, ja þokkalega stemming undir handleiðslu hljómsveitar sem ég tók reyndar minna eftir þegar ég fer að spá í því....kannski var bara Dj... Mar fékk sér nokkrar könnur og rauða drykki sem var í nægu magni að ég vaknaði drullu þunnur með hausverk............ Mar hefur líklega verið í betra drykkju formi !

Lau fór ég svo með frúnni á Hótel Ranga í 4ra rétta villibráð. Aðeins annað en mar er vanur en var nokkuð gott bara og dvölin góð eins og við var að búast. Hótelstjórinn var búinn að leggja frá sér kíkinn frá síðustu dvöl minni þarna sem var nú reyndar óþarfi að mínu mati !

Já ætli helgin hafi ekki verið partur í undirbúningi fyrir næstu helgi, sýnist reyndar að ef mar á að vera klár í slaginn þurfi mar að vera klár í að afvopna dyraverði ef marka má blogg hér í nágrenninu ! Sýnist á öllu að þetta verði þokkalega velmannaður, nettur helgar pakki sko !

Langur gangur.........

föstudagur, október 07, 2005

Það þurfa fleiri að komast að á föstudegi " Sá Danski "


Rúmar 170 klst. í flugið!!

Já já já styttist óðum!! Ég er hættur að telja niður í dögum, búinn að gera það í þrjár vikur, og hef ég skipt yfir í klukkustundir. Maður er nú búinn að vera ansi duglegur að mínu mati að hanga hérna úti í þrjá mánuði. En það
hjálpar nú þegar mar fær svona heimsóknir eins og fá drengjunum um daginn og veit ég að 4setinn á nú eftir að stytta tímann minn hérna við tækifæri. Stelpan flogin heim til Íslands og verður mar einn í kofanum fram á þriðjudag. Þeir sem aðallega munu njóta góðs af því eru kallarnir sem reka "Lafsakjör" hérna í nágrenninu, það er ljóst!!Var að hugsa það um daginn hvað ég er búinn að búa í mörgum íbúðum núna síðasta árið og niðurstaðan úr því voru hvorki meira né minna en 6 íbúðir, sem betur fer ekki miklir flutningar í sumum tilfellum en samt alveg nóg fyrir minn smekk. Alveg eitt það leiðinlegasta sem maður stendur í eru flutningar.

Var að sjá auglýst "Mega-weekend" á Dominos og var það samþykkt samhljóða að kíkja þangað í kvöld. Ætli maður kíki ekki í ræktina þegar þessum pistli er lokið og svo að hakka í sig pizzu, voða hollt og gott og allt það. Svo er það bara þetta venjulega um helgar, þrífa, þvo þvott og læra.Jæja hef þetta ekki lengra í bili, ætla koma mér út úr húsi áður en að fólk fer að banka hérna uppá. Það er nebblega einhver tiltektar dagur hér á eftir og ég er ekki alveg að nenna því!! Ætla koma hérna með einn fróðleiksmola eins og flísin er vön að gera, þó að minn komi af allt öðrum vettvangi.

Vissir þú að Ísland var fyrsta landið af Norðurlöndunum þar sem Rammstein spilaði??

P.s. búinn með tvær muffins í dag + tvö mjólkurglös

Jæja rétt að henda inn nokkrum föstudagsorðum


Jæja þá er búið að taka ákvörðun um að breyta aðeins til, fara að selja Vesturholtið og var því smellt á sölu í gær. Framhaldið er ekki búið að ákveða, kemur allt í ljós. Það var mátulegt að hendast í að reisa Jacko svona rétt fyrir brottför. Mar er búinn að búa þarna í þrjú ár og alltaf hefur staðið til að smíða pall og halda innflutningsparty..... Svona er þetta.

Helgin framundan fer sennilega í stúss og slökun. Þarf að gera eitt og annað heimavið í dag og svo er það hótel fyrir austan fjall á morg.

Manni er aðeins farið að hlakka til þarnæstu helgar ! Var einmitt á keflavíkurflugvelli í gær að sækja gamla settið, í gegnum hugann þutu nokkrar góðar hugmyndir og úrfærslur fyrir móttökunefndina sérsniðnar þeim danska.


Hverjum vantar ekki eins og eitt Vesturholt ? póstfang 220 þakka þér fyrir

mánudagur, október 03, 2005

Bullandi bullandi fínn mánudagur.


Helgin fór lítið í slökun eins og oft áður. Rak mig reyndar á það á föstudagskvöldið að annaðhvort hef ég dregið verulega mikið úr bjórdrykkju eða þá drekk ég alltaf af stút nema hvort tveggja sé. Þetta finn ég út með merkum vísindum því ég var ekki frá því að bjórglösin hafi verið farin að rykfalla, nei ansk það getur varal verið.

Ein pæling sem mig langaði að varpa upp í sambandi við viðbrögð kvenna þegar þeirra heitt elskaði leggur fram bónorðið, er fastur liður í því ferli að konan taki fyrir vitinn eins og mar sér svo gjarnan í bíómyndum. Nú er maður að skoða fótspor sem mar líklega á eftir að stíga í einn daginn og er þetta kannski bland af forvitni og undirbúningi svo maður viti við hverju mar á að búsat ( ég á sko eftir að bíða spenntur eftir viðbrögðum þegar að því kemur hahahhahaha)
Væri nú gaman að heyra skoðanir fólks á þessu máli og hvort þið sjáið þetta fyrir ykkur eins og ég, gaman væri að fá líka reynslusögur frá mönnum og konum sem yfir þeim búa !

Vill ekki ræðu gang mála á Anfield um helgina.....Shit

Má mar spööööglera.