þriðjudagur, desember 28, 2004

Rólegur Gamli.

Mar er staddur á kafi í jólafríi og mætti kannski kalla þetta líka sumarfrí því mar hefur nú ekki verið mikið í fríi undanfarið. Mér er löngu farið að leiðast og mar veit ekkert hvað mar á að gera af sér. Var að vinna fram að jólum en sýnist að ég verði í fríi meira og minna fram að skóla, það er vonandi að mar nái að endurhlaða batteríin fyrir lokaönnina sem verður mjög þétt með kvöldskóla og tilheyrandi fjöri í kaupbæti. Sýnist að ég þurfi að grípa í sumarskólann næsta sumar til að ljúka því sem vantar uppá. Það er stefnan núna að taka aðeins á þessu og ná þokkalegum einkunnum á lokasprettinum ( ég hef bullandi trú á mér sko ).

Gamlárskvöldið nálgast og er ég ekki frá því að mar lyfti sér létt upp svona til tilbreytingar...........Mar heldur því allavega opnu. Getur líka verið að ég verði bara á bíl eins og mar er líka vanur já já já já.......................................ekki spurning.

Það er stefnan að rúlla upp nokkrum áramótaheitum en meira um það síðar.....Annars er mar bara nokkuð spenntur að sjá hvað nýtt ár hefur uppá að bjóða og hvað mar sjálfur mun hafi í boði......................já já já já

Þá sjaldan mar.


mánudagur, desember 27, 2004

Stóra fápakkamálið...........

Já þakka þér fyrir ég fékk 4 jólapakka.........Ég hef nú bara aldrei vitað það verra, ég sat eins og illa gerður hlutur í stofunni á Aðfangadagskvöld og horfði á þetta annars ágæta fólk opna hvern pakkann á fætur öðrum og held ég að ég hafi pottþétt verið með meira helmingi færri pakka en sá sem næstfæsta fékk................................Þetta var mjög svo bagaleg lífsreynsla og óska ég engum að lenda í slíku. Það eru reyndar skýringar á þessu dulafulla fápakkamáli (eins og ég kýs að kalla það) en mér er sama.............................

Annars eru jólin búin að vera mjög fín og mar búinn að éta og éta og éta..........Þetta er nú ekki alveg normal þetta líferni á manni í kringum þessi blessuðu jól, þetta verður að fíkn hjá manni og mar er síétandi þrátt fyrir að vera ekkert svangur............. ”Að éta á sig gat” mætti kannski nota við slíkt tækifæri, það er nú það og jamm og já..........

Ég fann það út rétt áðan mér til mikillar skelfingar að systir minni finnst greinilega sama nammið best í haribo nammiboxinu og þar af leiðandi var hún búinn að borða 97% af þeim mola úr þessu annars stóra boxi.....Heppinn ég !!

Hvað gerðir þú um helgina ?
------ Ég fór í skátaferð..............................



fimmtudagur, desember 23, 2004

Ragnheiður Gröndal............. SMIÐUR ?

Jæja alveg barasta þokkalega mjög fínt kvöld það !!!!!
Mikið af fólki í bænum og nokkuð gaman að flakka um miðbæinn þrátt fyrir að hafa svosem ekkert sérstakt að gera, oftast hefur mar verið að brasa í síðustu gjöfinni á þessu kvöldi en það fór lítið fyrir því í þetta skiptið. Það vantar enn slatta uppá að mar sé dottinn í jólagírinn en held að það gerist þegar mar kemst í sveitina á morg ( ekki seinna vænna allavega ). Þessi jól verða nokkuð frábrugðin undanförnum jólum þannig að mar kemur til með að sjá hvort það verði ekki barasta jákvætt...................


Hvaða dagur er mest í uppáhaldi hjá manni ?

-----Aðfangadagur er alveg pottþétt sá dagur sem ég held einna mest uppá og nýt ég þess alveg í botna að fara í sveitina og eyða þessum degi með fjölsk. Aðrir dagar sem ég held sérstaklega uppá eru nokkrir og hafa þeir náttlega allir sína sérstöðu og tengjast þeim misgóðar og miklar minningar.

Annars bjart framundan og allt massa gott bara.

En allavega kæru lesendur og vinir ” Gleðilega hátíð og hafið það sem allra allra best yfir hátíðirnar ”


Muna að hafa það gott, það er fyrir öllu.


miðvikudagur, desember 22, 2004

Nostraðu......Nostraðu

Jæja Þorláksmessa á morg.......og mar ekki kominn í neitt jólaskap en ég bind nú vonir um að það gerist á seinnipartinn á morg, stefnan er tekinn á að rölt niðrí bæ.......

Þrátt fyrir lítið jólaskap þá ákvað ég að gefa mér jólagjöf í dag, ákvað að skipta um bíl til tilbreytingar og stendur í hlaðinu núna fimmta eða sjötta Hondan sem ég hef eignast.......

Þetta var skammvinn samverustund sem ég átti með þeim ágætu félögum í Sunny klúbbnum ( einn mánuður ) en það var þokkalega stemming meðan á því stóð.


Í gærkvöldi hittumst við nokkuð þéttur hópur yfir skál og var farið svona létt yfir stöðuna í Hjallanum hjá Garon. Ég sannaði þar að það er alveg hægt að hoppa uppá hlaupabretti á botnhraða án þessa að fljúga af því, markmiðið var ná að hlaupa á því í nokkurn tíma án þess að halda sér í
----------- samanber Ofurhuga í 70mín.......................


Gríptu það bara úr lausu lofti.


sunnudagur, desember 19, 2004

Lífið er dagamunur.................

Helgin einkenndist helst af eftirfarandi: Vinnu, mýkingarefni og undir lokin þreytu. Við tékkuðum nokkrir félagarnir á plönum bæjarins í gær kv og var nokkuð hressandi að fá danakonunginn sterkan inn í baráttuna.

Billson að klára próf á morg og held ég að það sé stefnan að gera sér léttan dagamun og það jafnvel hér í holtinu, stórbrotin dagskrá heyrist mér á öllu.

Davíð ég er ekki búinn að fyrirgefa þér popparann ! Er í hefndarhug sko...............

Annars bara fátt títt, allt í góðum gír og held ég barasta hækkandi sól.

Var Steikhús............



föstudagur, desember 17, 2004

Start.............................

Sæææææææælar svona er barasta barasta barasta það. Sá er þessi hinn nema hvort eða hvort tveggja sé. Sís babbe lúlla sísssss mæ meibe............Eða já já ja já já já já.

Sonnna sonna jóla jóla hjól ???????????????????

Hasskara masskara bíla er málið og hvet ég til þess að unglingar vaði í þann pakka sí og ææææ og bara almennt séð eins mikið og hægt er því af slíku verðið þið betri manneskjur ( dæmin sanna það sko )..... Það virðast bara koma ótrúlegir og yfirnáttúrulegir naglar uppá yfirborðið eftir slíka framvinnd...................

Vinnandi vinnsla. Má ég sjá augabrúnir aftur á hnakka og uppháu skóna taka enda fyrr eða síðar og masskara lagða til hliðar. Sólbrúnka er góð að því marki sem hún blessunarlega nær, treflar teknir gildir eins og hægt er, fyrirtíðarspenna lögð til hliðar, hárspennum fagnað af alefli, TEXTALEYSI ER TEXTALEYSI........En texti er ekki TEXTALEYSI...................................

“ Borgin fallin sólin sest stríðið unnið fyrir rest himnar opnast regnið hellist niður. Rauður máni á nýjum stað jörðin sokkin myrkvað svað eilífur skuggi í svartri sól er friður. Mig dreymir allt er hljótt mig dreymir mig dreymir dag og nótt mig dreymir veit að eitthvað betra er til. Lifnar allt við ljós allt í kringum mig finn það sem ég leita að. Lifnar allt við stjörnur á himninum leiða mig á nýjan stað.
Feginn að upplifa nýjan dag reiði guðanna mér í hag myrkirð var allt á einum stað sameinarð ”

SJALDAN BETRI........................


miðvikudagur, desember 15, 2004

Allt fullt af öllu.......

Já já svona frekar lítið að gerast annað en vinna meira og minna fram að jólum, kátínan er mikil og mar er í voða fínu skapi eitthvað !

Mar er búinn að afreka að henda upp jólaseríum í holtinu svona til að vera í takt við fólk og firnindi hér í næsta nágrenni. Stefnan er tekin á að herða sig í ræktinni svo mar getir með betri samvisku étið reglulega yfir sig um jólin. Í skóinn hef ég ekki fengið ennþá en hef reyndar heyrt um að það hafi klikkað á fleiri góðum bæjum þannig það er eitthvað pikkles í kerfinu !

þeim sem eru svo óheppnir að vera ennþá í prófum votta ég dýpstu og bestu baráttukveðjur sem borist hafa sunnan Alpa síðan að mælingar hófust ( ekki spurning hugurinn er hjá ykkur kæru vinir ) hahahhahahhahahhahahahahahahaha

Neeeeeeei....... Þakka þér...........


mánudagur, desember 13, 2004

Snilld......

Usssss verð að segja að það er fátt sem toppar þessi próflok. Helgin var í heild sinni alveg geggjuð nema kannski ekki sá tími sem mar eyddi þunnur í vinnu ( kannski ekki alveg á réttum tíma en samt). Maður kíkti nú svona létt út á lífið bæði kvöldin og voru þau bæði alveg snilld... Á föst var aðeins tékkað á Players og svo létt í bæinn. Á laugardagskvöldið matarboð hjá TJ og þaðan farið í svona létt í bæinn, var svona gamla gengið þar á ferð, fór allt nokkuð vel fram bara þrátt fyrir mismikla ölvun á mönnum.

En allavega mar tók sér jólafrí í dag og svo er ég að byrja að vinna á morgun og alveg fram að jólum. Held að ég fái einkunnirnar í lok vikunnar og verður gaman að sjá hvað kemur útúr því dæmi.........Býst ekki við mörgum 10 allavega !!!!

Það styttist í komu Danakonungs til landsins og held ég að hann stigi aftur á klakann á fimmtudaginn ef guð lofar. Held að hann verði að byrja á því að fara mánuð á Vog í svona létta afvötnun.


Annars bara gaman að vera til og fínir tímir framundan.....


fimmtudagur, desember 09, 2004

svigi sjö skástrik átta svigi

Ég finn það, hún er útum allt og ekki leiðist mér það nú. Hún er uppá borði, inná baði, undir sæng, útí Sunny, inní ískáp, ofaní skúffu, uppá hillu, undir mottu, útí garði, á mér, inní mér, útúr mér, í búrinu hjá Laxa og ekki síst útúr Laxa. Hún er bókstaflega útum allt ?

Já hver önnur en lyktin af morgundeginum sem er jú föstudagur og það dýrari týpan þá verður í senn bundinn endir á ára langt bindindi sem og þokkalega próftörn sem innihélt 8 próf. Já er ekki frá því að dyggir lesendur hafi tekið eftir því að brúnin á mér lyftist með hverjum deginum og veit ég ekki hvert hún fer á morgun já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já.............. Ef þú þarft að biðja mig um eitthvað á næstunni (greiða eða slíkt) þá myndi ég kíla á það á morgun því þá kem ég til með að svífa á skýi og það silkimjúku skýi og brosa framaní heiminn og segja já elsku vinur við allt og alla nema kannski Leoncy ( jú auðvitað elska ég hana líka ). Ég mun springa út eins og rós, ég mun skína eins og sól í heiði, það mun glampa af mér eins og af súrmjólk og síðast en ekki síst mun ég anga eins og bjórtunna.

Þetta var svona smá forskot á sæluna. Ætli það sé ekki best að halda áfram að læra fyrir síðast og erfiðasta prófið............SÆÆÆLAR


All verulega sáttur .



miðvikudagur, desember 08, 2004

Vonandi massast þetta.

Jæja þá eru tvö próf eftir, er allt að hafast já já já. Ætlaði reyndar að rífa mig á lappir snemma í morgun eftir 2-3 tíma svefn þriðju nóttina í röð en nei takk ég hafði það ekki sama hvað ég reyndi. Þetta kannski segir manni að mar getur ekki misboðið sjálfum sér endalaust og þarf víst að fá að hvíla sig og nærast svona inn á milli. Ætlaði að geyma svefninn fram að helgi en það virkaði greinilega ekki...........

Ég er reyndar svo heppinn að vera kominn með eyrna og háls bólgu, vona að mar nái þessu úr sér með því að fara í baðferð, hækka á ofnunum í kotinu og sleppa ræktinni. Væri mjög slæmt mál og hefði einskonar dómínó-áhrif ( orð í tísku segja þeir ) í för með sér yfir helgina ef prófin fara að teygjast yfir í næstu viku......Vill ekki hugsa það til enda.

Þeir sem hyggja á djamm um helgina er óhætt að bjalla og gera grein fyrir sér !!

Ég er að leita mér að stórum bílskúr eða iðnaðarplássi til leigu og jafnvel að mar kaupi bara ! Endilega láta heyra ef svo ólíklega vill til að þú lesandi vitir um eitthvað slíkt...

Framtíðin björt þakka þér.


þriðjudagur, desember 07, 2004

Komið betra SOUND í kallinn.........

Jæja ef mar fer uppá stól og stendur þar á tánum og skimar stíft sér mar fyrir endann á þessum annars ágætu prófum en óskýrt þó (5/8), jaa allavega er fílingurinn þannig að ég droppaði við í Bónus og kippti með 12 baukum af Magic.....Það kannski er táknrænt og segir meira en held ég flest önnur orð sem ég kann skil á.



Það er bót í máli að veðrið er ekki að freista mikið til útivista svo mar kannski reynir að undirbúa lokarprettinn......

Bindindið hefur ekki fengið mikla athygli og hefur ekki verið mikið rætt. Ætli það sýni ekki bara öfugt við það sem flestir héldu að ég er ekki með áfengi og djamm á heilanum..........Mar kann sig sko. En allavega hef ég ekki bragðað svo mikið sem einn sopa og hvað þá hugsað um að fá mér einn slíkan og þaðan af síður séð fyrir mér helaðan öl í ískápnum sem hægt er að skrifa í hrímið á og jafnvel að bæta metið 5.4 sek. Nei nei svona hugsa ég ekki.....................

Föstudagurinn 10.des ekki venjulega flöskudagur.

mánudagur, desember 06, 2004

Baðfíkill frá Helv.......

Betra að vera baðfíkill en margt annað !

Hvað er það með mig og að geta helst bara lesið i baði...vaknaði kl 6 í morgun og smellti mér í baðferð sem tók rétt tæpa 2 tíma sem hlýtur að kosta sitt miðað við sírennslisaðferðin sem er notuð óspart ( Hitaveita suðurnesja græðir feitt á mér, ég er örugglega á við 6 manna fjölskyldu í vatnsnotkun)



En allavega var í Eðlisfræði prófi í dag og var það svona frekar erfitt og heyrðist mér það sama á samnemendum mínum svo á morg eru tvö próf og mar þarf víst að reyna að fletta e-d í gegnum þetta drasl........

Get ekki sagt annað en að ég hlakka mikið til föstudagsins og er ég ekki frá því að mar geri sér dagamun ( fá sér einn )...........Enn einusinni er ég búinn að heita mér því að taka námið aðeins þéttari tökum á næstu og síðustu önninni, þetta væri náttlega skítlétt ef mar myndi dreifa þessu yfir önnina.............En þeir sem þekkja mig hafa kannski heyrt þetta áður en ég skal reyna........

Jæja farinn í baðferð nr 2 í dag með frönskubækurnar...

- Viðbætt ef einhver hefur stolið pistli gærdagsins er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að skila honum tafarlaust -

Hitaveita Suðurnesja Rúlssssssssss


laugardagur, desember 04, 2004

Blautbola hvað......

Mar mættur í sveitina að freista gæfunnar...............

Annars allir slakir

Mæli með því að fólk sem hér á ferð um komi með tillögur að einkanúmeri handa Billson sem hann fékk í afmælisgjöf fyrir rúmum tveimur árum.

Eigum við að hafa hann kaldan !!

föstudagur, desember 03, 2004

Mar er gull af manni....

Hefði alveg eins getað eytt þessum degi í baðkari til Betlehem því hann hefur farið í allt annað en þennan blessaða lærdóm.....

Afrekaði þó allavega að gefa Billson afmælisgjöfina, vegna slæmra veðurskilyrða til langferða undanfarið hafði ekki tekist að koma henni í réttar hendur fyrr en í dag. Þetta var náttlega ekki neitt venjuleg gjöf, Stórt plaggat með Nylon afritað af þeim drottningum og sérsmíðuðum texta handa félaganum, sjampóbrúsi sem eftir um eins og hálfs árs forræðisdeilu og ¾ notkun skipti um heimili en hann áskotnaðist okkur á ólafsvöku í fyrra sumar, þá splæsti kajjjjallinn í verkfæri nútíma kallmannsins eða nefháraklippur og síðast en ekki síst var þarna að finna blöðrur og fínerí. Þessu öllu var svo snyrtilega hent í svartan ruslapoka og ekið á hlíðarveginn.....Viðtakandi var held ég mjög svo sáttur sýndist mér á fyrstu viðbrögðum allavega.

Langaði aðeins að geta þess fyrir þá sem ekki vita og eru spes eins og ég og eru alltaf að reyna að spara t,d með því að nota þetta fokking frelsi. En allavega það er hægt að sjá yfirlit yfir hvað mikið hefur verið lagt inná það síðustu 3 mán á síminn.is.......Ég fékk svona nett sjokk, fyrir síðustu 3 mán er ég með rétt tæp 40 þús svo hér eftir kallið mig bara Atla Kollekt !!!!

Lífsins fegurð.......



fimmtudagur, desember 02, 2004

Flugeldasýning segi ég og skrifa

Ég átti víst að fara í próf í dag en missti af því og fór létt með það. Var búinn að merkja við vitlausan áfanga inná skipulagsblaðið mikla já já já. Þetta þýðir að í næstu viku bíða mín 6 próf á 4 dögum er hægt að hafa það eitthvað betra ?

Og hvað. Hvernig er þetta ?


Mig langar aðeins að nefna eitt sem ég tel að hafi ekki fengið nægilega athygli í þjóðfélagsumræðunni........

.

Það er ný afstaðið íslandsmót í knattspyrnu innanhúss. Það er skemmst frá því að segja að það er sama hvort við tölum um karla eða kvenna boltann, Íslandsmeistararnir í hvoru tveggja koma að sjálfsögðu frá hlíðarenda ( kemur kannski engum á óvart ) Enn allavega þetta er víst bara smjörþefurinn af því sem koma skal og verður gaman að fylgjast með þessu rísandi stórveldi í boltanum í sumar vinna allt sem hægt er að vinna, það þarf náttlega ekki að hafa nein orð um handboltaliðið, stigin tala sínu máli þar á bæ. Já já já já já já já já


Bolli bolla eða


miðvikudagur, desember 01, 2004

Fljótt það líður.

1.Desinn mættur. Það þýðir að í dag eru 2 ár síðan mar fékk afhenta íbúðina (Nú hugsa kannski sumir að það hlýtur að styttast í innflutningspartí ? ) Það er víst óhætt að segja að eitt og annað hefur breyst síðan, flest bara jákvætt en auðvitað er þetta ekki fullkomið og mínusar er einhverjir til staðar líka í baráttunni, lífið er náttlega ekki fullkomið....Samt held ég að mar hafi ekki rétt á að kvarta, svona þannig séð þó mar sé sjaldan 100% sáttur sko........

Annars bara styttist í frelsið......(2/8).....Slatti af svita og þunglyndi þangað til.

Innyflaloft !