föstudagur, september 30, 2005

föstudags ógleði


Já Jacko tók glaður á móti sinni fyrstu rigningu í gærkvöldi og nótt og var ekki annað að sjá að honum líkaði það nokkuð vel. . . . . Enda öndvegis smíði á ferðinni.

Hef aðeins verið að velta fyrir mér breytingunum á heimilinu að Vesturholti 17 undanfarið árið kannski eitt og hálft, það sem eftir stendur að húsgögnum og tækjum frá þeim tíma er tvennt, sófaborð og einn fataskápur. Annað er algjörlega búið að skipta út fyrir nýtt. Búið að mála allt að innan og núna síðast reis Jacko. Það eina sem vantar að gera er mála kofan að utan þá er þetta að verða nógu gott til að selja. Vonandi að mar verði ekki eins í þessu og bílaskiptum þegar mer kemst á bragðið.

Langar í stærri eign

Langar í bílskúr.

Langar að losna við nágrananna á efri hæðinni.

Mar á betra skilið

miðvikudagur, september 28, 2005

Sæstrengurinn, stendur fyrir sínu ( sá danski )

Loksins, loksins hugsa sennilega margir. Ég veit þetta hefur verið löng bið
en það er komið að því, pistill vikunnar að líta dagsins ljós!!!
Hvað hefur nú gerst síðastliðna viku?? Ekki held ég að það hafi mikið gerst
fyrir helgina en svo á föstudaginn ákvað minn að skella sér í smá reisu og
var stefnan tekin á Óðinsvé eða Odense eins og þeir segja það á dönskunni og
liggur sú borg, samkvæmt landakort, á eyjunni Fyn, betur þekkt sem Fjón á
íslenskri tungu. Kunni ég nú í fyrsta lagi ekkert á hvernig sætaskipan í
lestinni virkar þannig að þegar ég komst í Hróaskeldu var maður rekinn úr
sætinu af einhverjum dömum sem áttu sætin pöntuð. Tók svo DC á móti mér á
lestarstöðinni og framhaldið af því sem ég gerði er hægt að lesa á hennar
síðu. Fínasta ferð og varð ég mjög hrifinn af þessum ágæta bæ. Einnig vil ég
þakka DC fyrir mjög góða gestrisni.
Nú segja veðurglöggir menn hér í Danaveldi að haustið sé komið og búast þeir
við rigningu og kaldara veðri næstu daga, ekki nema svona 14-15 gráðum eða
svo!!! Tel ég þetta vera ágætis hitastig fyrir Íslending eins og mig sem
ætti það á hættu að vera kannski í einhverjum 3-5 gráðum ef maður væri
staddur á Klakanum, og kvarta ég því ekki. Ekki hægt að segja annað en að
maður sé nokkuð svalur hér enda ennþá á stuttermabolnum á meðan danirnir
klæða sig í úlpurnar og haustjakkana, já já já!!!
Þegar maður býr í svona stórri borg, miðað við íslenskan mælikvarða, þá eru
alltaf einhverjir sem skera sig úr og ná athygli manns. Alltaf þegar maður
sér svoleiðis fólk þá langar manni að taka mynd en nei, gleymdi maður ekki
myndavélinni heima í dag!!! Sá t.d. einn gamlan jask með mikið skegg og
skemmtilega klæddur með þvílíka spiladós og var hann sveittur á sveifinni að
spila á hana. Ekki gat minn verið með myndavélina. En nú ætla ég að setja
mér það markmið að vera með vélina á lofti alla daga þangað til ég kem heim
og gæti maður nú lumað á myndasýningu ef einhver áhugi er fyrir því!!!
Þegar þetta er skrifað þá var ég að enda við að horfa á leik Liverpool vs.
Chelsea í meistardeildinni og er ég ekkert mjög sáttur og þá sérstaklega
ekki sáttur við frammistöðu dómarans í leiknum. Þeir sem horfðu á leikinn
hljóta að skilja hvað ég að við, ekki viss um að þessi maður viti hvað
vítaspyrnur eru!! Annars stóðu mínir menn sig alveg þokkalega að mínu mati.
En við bætum bara um betur um helgina þegar þessir fuglar koma aftur í
heimsókn á Anfield.
Það sem tröllríður bloggheimum núna er eitthvað sem kallast "KLUKK". Maður
opnar ekki þá bloggsíðu nema lesa eitthvað klukk og geri ég ráð fyrir því að
flestir viti hvað ég er að tala um. Því finnst mér tilvalið að eigandi
þessarar síðu, 4seti, verði enginn eftirbátur í þessu og taki þátt í þessum
"leik". Heppnin er með mér, ég á enga síðu og hef ekki hugsað mér að taka
þátt í þessu.
Miklar dýrðir birtust hér um daginn, þ.e.a.s. myndirnar af dansipallinum
mikla sem beðið hefur verið eftir í ja, nokkur ár!!! Sýnist mér að vel hefur
tekist til þó að ég hafi ekki komið nálægt þessu og hlakka ég mikið til að
komast í návígi við Jacko. Kann ég Didda og öðrum hjálparmönnum bestu þakkir
því án þeirra hefði ég ekki fengið að taka sporið í Vesturholtinu við
heimkomu.

Munið að taka lýsið ykkar krakkar mínir!!

þriðjudagur, september 27, 2005

Notkun á sleipiefnum.




Já nú er ég ekki einn af þeim sem nota slíkt í magni sem talandi er um. Ég þekki menn sem nota þetta í talsverðu mæli og stend ég í þeirri meiningu að ef þú ferð að nota slík efni í tíma og ótíma þá verður þú algjörlega háður þeim. Ef þú ætlar að nota efnin bara í ákveðin tíma c.a hálfan mánuð þá er það nóg til þess að ekki er aftur snúið. Þegar fíkillinn ætlar að hætta notkuninni þornar hann allur upp og verður hinn aumasti, í verstu tilfellunum getur blætt og ljótar sprungur myndast. Mín reynsla segir mér að mæla eindregið með því að fólk sleppi alfarið notkun slíkra áburða og bíti frekar á jaxlinn á verstu tímunum því þeir líða hjá...........


Er Blár Labello ennþá það heitasta í bransanum ?

mánudagur, september 26, 2005

Súlu súlu


Ég sé ekki framá að verða búinn með skjólveggina áður en Sá Danski mætir en það er búið að reisa staurana , get ég treyst á að saklausir staurarnir fái að vera í friði og ómáðir öllum brengluðum dönskum súlu dans hugmyndum ?

Þær eru misjafnar þessar spýtur !


Krókódílamaðurinn
oní kjallaratröppunum
kemur auga á píu
og pían hún stendur
ekki á löppunum

með dökkan blett í klofinu
á demantsgrænu buxunum
dettur hún í fangið
á manni með höfuð fullt
af ógeðslegum hugsunum

Í grjótaþorpinu
gripin höndum tveim
gallan rænu & vega-
lausa sem á ekki
fyrir taxa heim

tékkar á blettinum býðst
til þess að ak'enni
bölvaður skúnkurinn
ætlar bara útá nes
að taka þar tak,enni

arkar hann með bráðina
eftir grjótagötu
dregur hana á eftir sér

upp grjótagötu
er að fara að troð,enni
inní framsætið
á dökkblárri lödu

grái fiðringurinn
hann greip þig heljatökum
greddan nánast banvæn
áttir heldur ekkert
af haldbærum rökum

er einhver sem heyrir
þó æpi ein drukkin dama
ætli nokkur heyri
þó æpi litla daman
jú allt í einu birtist

bjargvætturinn Laufey
blásvört í framan
krókódílamaðurinn
kemst undan á flótta
kerlingin finnur hann loks
á útidyratröppunum
lamaðan af ótta

ímyndiði ykkur bara
hefði Laufey ekki komið
einn ein drukkin pía
á planinu hún væri
ekki lengur hrein mey



Megas klikkar ekki á því.

laugardagur, september 24, 2005

Upp er ég kominn........

Diddinn mætti snemma í morgun og var fram yfir hádegi. Garon lét einnig sjá sig í morgunsárið. Þegar þeir heiðursmenn voru báðir farnir þurfti ég að treysta á eigin krafta ( það er reyndar ekkert smá ). Hér er afraksturinn..........









Mátt fara að mæta Stymmi !

föstudagur, september 23, 2005

Jæja Helgi


Það stefnir allt í að mar verði heimavið um helgina og taki daginn snemma á morgun því Diddinn ætlar að láta sjá sig og á að ráðast í pallasmíði. Mar væri nú til í að sjá fersk andlit sem tækju glöð hamar í hönd og sýndu krafta sína í öðru en orðum. Sá eini sem er löglega afsakaður er Sá danski !

Látum eftirfarandi speki færa okkur inní helgina. . . .

“ Ástin vex á trjánum.....
Ef þú stendur á tánum “

miðvikudagur, september 21, 2005

Kellingin, spurning!! ( gegnum sæstreng , sá danski ritar)


Það er ekki að spyrja að vinsældum danans hvað varðar pistlaskrif á netið. Fólk hefur óspart samband við mann, fólk úr öllum stigum þjóðfélagsins og allir bíða í ofvæni eftir nýjum pistli. Ég vil náttúrulega þakka þann stuðning sem ég hef fengið.Hvað hefur nú gerst síðan síðast gætu sumir spurt sig?!?! Ekki get ég sagt að það sé nú mjög mikið. En þó það sé ekki mikið þá vitið þið það krakkar mínir að eitt stórt getur verið á við mörg smáatriði.Nú, um leið og minn fyrsti pistill var afhjúpaður á netinu var farið að hafa samband við kallinn. Persónur úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins urðu himinlifandi að sjá að ég yrði á landinu akkúrat þegar á landsfundi sjálfstæðisflokksins stendur og óskuðu eftir setu minni á fundinum. En haldið þið að þetta sé einhver tilviljun að ég sé að koma heim á þessum tíma?? Dæmi hver um sig!! En alla vega, ég verð þarna sennilega hægra megin við púltið fyrir ykkur sem sitjið fundinn. Þið hin verðið að láta ykkur nægja myndir í fjölmiðlum. Einnig á ég von á að góðir vinir mínir sitji fundinn með mér og má nefna Billann, Snæsa, Ella bónda, Dabba kóng, Ingvar Pétur náttlega og einnig vonast ég eftir Kellingunni (þeir í Stykkishólmi vita hvað ég á við og e.t.v. fleiri) og jafnvel einum góðum dreng í viðbót. Það er ekki spurning um að þetta verður skemmtileg helgi.Því miður missi ég af SUS-þingi í Hólminum, hefði verið gaman að kíkja á það eða eins og einhver sagði: Sýna sig og slá aðra!!! Fyrir ykkur sem viljið vita þá var ég búinn að undirbúa mig undir bankastjórasoninn þarna en það verður víst ekkert af því að minni hálfu alla vega. En nóg af stjórnmálum í bili.Helgi framundan og engin smá helgi heima á Íslandi. Það nægir að segja: FRAM vs. Valur (hvaðan eru þeir aftur). Já þeir bláklæddu úr Safamýrinni ætla að bæta einum bikari í safnið um helgina og ekki er það slæmt. Það er ekki spurning að stemmarinn verður í algleymingi í Laugardalnum á laugardag. Mæli ég með því að allir mæti á völlinn og sjái Fram sýna Val hvar Davíð keypti ölið!!! Veit að ég á eftir að fá einhver viðbrögð um þennan hluta alla vega frá eiganda síðunnar.Ég ætla hins vegar að halda mig hérna í hinni fornu höfuðborg Íslands og reyna gera eitthvað skemmtilegt. Aldrei að vita nema maður kíki á einhverjar knæpur sem maður á eftir að koma inná.Ætla láta þetta nægja í bili, er með meira efni í handraðanum og aldrei að vita hvenær það kemur inn, jafnvel um helgina eða rúmlega það. Verði ykkur að góðu þangað til næst!!!

Mr. Stymmz, blátt áfram...

þriðjudagur, september 20, 2005

Já áramótaskaupið það var fínt.



Ég tók þessar myndir útum gluggann á skrifstofunni af Esjunni svona fyrir þá sem eru ekki búsettir hér í höfuðborginni og jafnvel ekki á landinu, það er alltaf stemming í því þegar snjórinn fer að mæta í fjöll og heiðar.

Er ekkert að styttast í annan danskan pistil ?

vá hvað tíminn líður............. Satýr hefði orðið þriggja ári í dag. minningar og myndir ómetanlegt.

bara blóm.....

mánudagur, september 19, 2005

Afrakstur helgarinnar......

Diddinn mætti um eitt á sunnudaginn. Við hófumst handa við að stilla af félaga Jacko já já já pallur með nafn en ekki hvað ! Þetta gekk nokkuð vel þegar við vorum komnir með réttu græjurnar. Okkur barst liðstyrkur um miðjan daginn þegar TJ mætti og tók á því með okkur....




Eins og myndirnar sýna þarf eitthvað mikið að gerast ef mar klárar ekki smíðina fyrir 14-15 okt og tryggir sér þannig sæti á fremsta bekk meðal áhorfenda.

Ég mæli ekki með því að menn eins og ég sem hafa aldrei komið nálagt smíðum að vita taki sig til einn daginn og mæti í Byko með kerru í þeim tilgangi að kaupa pallaefni og allt sem þarf við slíkar smíðar og það án þess að hafa með sér tossamiða frá smið. Ég get allavega sagt ykkur að útkoman í mínu tilfelli var sú að ferðin tók rúma þrjá klukkutíma og svo keyrði ég í burtu talsvert fátækari og með kerru fulla af gossi......En Diddinn lagði blessun sína yfir innkaupin hjá mér svona að mestu leyti allavega !!!!


Nokkuð gott... Þaggi ?

laugardagur, september 17, 2005

Jæja hálfnað verk þá hafið er !

Loksins eru framkvæmdir að hefjast og er ekki seinna vænna eins og sá danski benti á þá eru ekki nema 27-28 dagar í mætingu, ekki er mar nú vanur að klikka smáatriðunum. Pallahelv verður allavega mættur nógu myndalegur til að þola 2-3 tíma af liprum sporum frá þeim danska undir mjúkum tónum frá félaga Jackson ......


Eins og sést á myndinni er bara búið að moka fyrir stöplum. Það vorum við bræðurnir sem kláruðum okkur af þessu með dyggum stuðningi frá hæðarlaisernum hans Magga og Bobcat frá tæki.is. Það er stefnan að fara og klára að kaupa allt efnið í dag sem og stilla stöplana af. Á morgun er svo komið að því að mar fær alvöru fagmenn í verkið því Diddi Bubba mætir hér og kemur til með að stjórna þessu eins og herforingi. Allavega ef það er rólegur dagur hjá einhverjum ykkar á morgun þá væri allt í lagi að sjá einhver andlit þó ekki væri nema til gamans.

Ekki spurning.....

fimmtudagur, september 15, 2005

Naglaspýta............



Hressandi að sjá að Bills er aftur kominn í siðmenninguna á veraldarvefnum úr sumartölvudvala. Ef ég þekki hann rétt er komið að þeim tíma ársins sem hann leggur frá sér flöskuna og einbeitir sér að skólanum einum. Það er allavega gott að vita hver keyrir kallana á flugvöllinn að sækja Den Danske, þá þarf ekki að hafa frekari áhyggjur af því, klappað og klárt, spikk og span, allt klárt nema helv pallurinn.........Hann kemur víst ekki að sjálfum sér, allt í vinnslu já já.

palla skratti að hugsa sér.

miðvikudagur, september 14, 2005

Í gegnum sæstreng ( sá danski )

Jæja kæru lesendur, nú er komið að því að ég mun verða með vikulegan pistil hér inná þessari ágætu heimasíðu, þó svo ég hafi ekkert verið búinn að nefna þetta við 4setann, og kemur þetta beint frá Danmörku. Svo í framtíðinni er stefnan á að opna sína eigin síðu, hvernig væri það nú?!?!
Hef ekki eina einustu hugmynd um hvað ég ætti að segja frá. Þetta er náttlega óttaleg rútína hjá manni, skóli á virkum dögum og reynt að gera sér eitthvað til dægrastyttingar um helgar. Já já já voða gaman að vita það, eða ekki!! Annars fékk ég nú ágætis heimsókn vaskra sveina rétt fyrir síðustu mánaðarmót og létti það lífið hjá manni, ekki hægt að segja annað. Margt var brallað og ýmislegt skoðað eins og alvöru ferðamönnum sæmir. Ekki þýddi nú annað en að láta þá smakka danskan öl og má segja að þeir hafi hrifist af honum. Plön bæjarins, eins og góður drengur nefnir það, voru skönnuð og helstu staðir þræddir þrátt fyrir þreyta hafi hrjáð suma. Ekki ætla ég að fara útí smáatriði varðandi ferðina hér.

Nú um seinustu helgi stóð ég svo í flutningum. Átti sko heima útí rassgati (ef þetta er of gróft orð hér þá tekuru það bara út félagi) og var að flytja á sama stað og ég átti heima í fyrra eða á Amagerkollegiet. Það vottar nú aðeins fyrir því að manni finnst maður vera kominn heim þegar hingað er komið og er það mjög jákvætt. Leigði ég lítinn sendiferðabíl og var það í fyrsta skiptið sem ég sat undir stýri hér í Köben. Var alveg undirbúinn að keyra á eins og einn eða tvo hjólreiðakalla, athyglin verður að vera 100% í lagi. Alveg ótrúlegt hvað þeir hafa mikinn rétt í umferðinni hér.

Fer nú að líða að haustfríi mínu og þar af leiðandi heimkomu til föðurlandsins (þó sumir segi að það sé Bretland) og hlakka ég mjög til.
Vonast ég eftir að menn sjái sér fært að taka frá þann dag, 14. október, og veit ég að það verður tekið á móti manni á vellinum með blómum og kampavíni, það er ekki spurning enda eintóm stórmenni í kringum mann, lögfræðingar, fasteignasalar og byggingaverktakar!!!!

Jæja ætli þetta sé ekki að verða gott í bili, alla vega miðað við fyrsta pistil. Lofa að vera með eitthvað danskt slúður og jafnvel eina skemmtisögu í næsta pistli.

Rynkeby, appelsínu eða epla...

þriðjudagur, september 13, 2005

Jackson rokkar..........

Ég er alveg ferlega spenntur að fylgjast með meistara Jackson á næstunni, fregnir herma jú að markmið kappans séu að breyta ímynd sinni í að verða mun karlmannlegri og að stiga aftur á svið. Ég samgleðst félaga Jackson og bíð spenntur að sjá útkomuna nú þegar hann er byrjaður að lyfta lóðum með einkaþjálfara, hættur að ganga með síðar hárkollur og andlitsfarða. Ég held að það hafi einmitt verið kominn tími á slíkt átak hjá kallinum og að hann fari að snúa sér aftur að því sem hann gerir best, jú semja tónlist.............

Mar styður kallinn í öllu sem hann gerir ( eða næstum því !

mánudagur, september 12, 2005

Mánudags gleði......

Jæja núna er málið að njóta mánudagsins, dagarnar og vikurnar líða svo hratt að það er alltaf að skella á helgi en hún náttlega líður líka svo hratt að það er alltaf að koma mánudagur og í leiðinni þá ný vinnuvika en hún er varla byrjuð þegar það er kominn fimmtudagur og föstudagur og semsagt helgi. Þetta er víst gangur lífsins. Tíminn líður hratt þegar mar hefur nóg að gera. Spennandi tímar framundan !

Held það

laugardagur, september 10, 2005

:-)

Þægilega mikil kyrrð yfir öllu á laugardagsmorgni í höfuðborginni.

Er staddur í á skrifstofunni, þurfti að hitta fólk í morgun til að klára eina sölu. Maður ósjálfrátt slakar á þegar mar horfir útum gluggann hér á fjórðu hæð, venjulega er mikil umferð og nóg að gerast hér í kring en núna er þetta allt ferkar rólegt. Það væri munur ef þetta væri alltaf svona og mar gæti keyrt Hafnafjörður - Reykjavík á 0,1.

Í dag og kvöld er bekkjahittingur á Hellunni....já svokallað reunion “81, ég sé mér ekki fært að mæta að þessu sinni ! vona að þetta verði hressandi skemmtun hjá þeim sem mæta.

En annars held ég að mar verði að fara að vinna í pallasmíðinni áður en sá danski mætir á svæðið, hann heimtar að fá að dansa í þrjá tíma samfeitt á nýjum palli þegar hann mætir í okt. Mar vill nú ekki missa af því, ég ætla að vera sérlegur aðstoðarmaður hans og sjá um bjór og tónlist á meðan dansinum stendur. Ég er reyndar að skoða þann möguleika að selja inná svæðið, en held að það verði seint fjárhagslega hagkvæmt.


Eitt og eitt

þriðjudagur, september 06, 2005

Maður eða Mús !

Eins og gengur koma upp mál sem mar þarf að taka afstöðu til, stundum eru þetta hlutir sem skipta engu einasta máli þannig séð en svo eru önnur mál sem geta verið ansi afdrifarík og mar í raun verður að standa og falla með slíkum ákvöðunum. Sá sem alltaf vill spila öruggt og gerir aldrei neitt nema vera 100% viss um að allt gangi vel er þá fastur í því að ekkert kemur honum á óvart og lítið spennandi gerist.

Ég myndi setja mig þarna mitt á milli held ég, sumt lætur maður vaða á en hingað til hefur mar látið það sem tengist talsverðri áhættu sitja á hakanum ( ef það er talsvert í húfi allavega ). Já þetta hér að ofan er líklega smá copying af því sem er að brjótast um í kollinum á mér..........

Kemur betur í ljós fljótlega.......

mánudagur, september 05, 2005

Ógleymanleg helgi !

Get ekki sagt að mar komi úthvíldur undan helginni. Fórum nokkrir félagarnir í reiðtúr eftir hádegi á laugardaginn og stóð hann fram undir kvöld í frábæru verði. Svona eftir á að hyggja held ég að mar hefði átt að láta sér tveggja til þriggja tíma reiðtúr duga en ekki láta hann slaga hátt í 10 tíma ( með stoppum auðvitað ). Þegar stigið var af baki undir kvöld var mar allur byrjaður að stirna upp með brunasár á innanverðum hnjánum og kálfum og ansi auman rass að ógleymdu mjög mjög þreyttu baki Púúúúúúúffffffffff, það er ljóst að það var e-d ekki eins og það átti að vera......Mar kann náttlega ekkert að sitja þessi hross hvað þá að mar kunni að fá þau til að hlýða sér í einu og öllu, kvöldið var svo í rólegri kantinum en samt ógleymanlegt !

Á sunnudagsmorguninn ætlaði ég varla að hafa það að standa uppúr rúminu, dagurinn fór að mestu leyti í að liggja flatur reyna að fá samhúð nærstaddra. Kíktum svo aðeins á restina á torfærunni áður en brunað var í bæinn. Dagurinn í dag er búinn að vera frekar stífur og stirður, í fyrramálið ætla ég aðeins að nýta mér aðstöðu mína og fara í nudd hjá Hildi á stofunni og sjá hvort mar skáni ekki aðeins.

Ríða út gott í hófi !

fimmtudagur, september 01, 2005

Það sem einusinni þótti stórfrétt telst ekki til tíðinda í dag.

Þeir sem hafa áhuga á viðskiptum, hlutabréfum og sjá e-d spennandi við að rýna í markaðinn og fylgjast með útrás íslenskra fyrirtækja um þessar mundir sjá að það eru alveg ótrúlegir hlutir að gerast. Íslensk fyrirtæki með íslenskum stjórnendum fara hratt vaxandi og eru að færa út kvíarnar á hverjum degi svo mikið að virkilega er tekið eftir í öðrum löndum.

Hvaðan kemur allt þetta fjármagn á þessu litla landi ?

Hversu traustur er þessi íslenski markaður þar sem eignarhaldið er allt í kross, þau eiga öll í hvort öðru ? Það er áhugavert að sjá 20 stærstu hluthafa

Hversu áþreifanlegur er þessi ótrúlegi hagnaður t.d bankana ?

Það er sama hvar við stigum niður alltaf eru öll þessu stóru fyrirtæki í sókn og ekki nóg með það heldur stórsókn. Í dag erum við að heyra tölur sem eru þess eðlis að mar missir í raun alla tilfinningu fyrir tölum, ástandið er orðið þannig að manni finnst miljarða viðskipti ekki stór frétt ! Hvenær ætli komi að því að ein af þessum huge fjárfestingum hrapar og það með harðri lendingu. Geta íslenskir fjárfestar endalaust verið flugmaðurinn sem stekkur inní hrapandi vélina og nær að reisa hana við áður en hún hrapar og keyrt hana svo skýjum ofar. Maður spyr sig.



Fá kók og prins TAKK