fimmtudagur, september 30, 2004

Horfðu.... horfðu...

AAAAAAAAAlveg að koma helgi. Og ekki þykir það slæmt hér á bæ. Manni er farið að hlakka aðeins til að sjá Idolið sem er að byrja annað kvöld, það eru nú fyrstu þættirnir sem eru alltaf bestir, ekki skemmir fyrir að í kjölfarið er svo Svínasúpan ( algjör snilld )

En annars allt bara í normal gír og býst ég frekar við að standa mig í bindindinu þessa helgina eins og mér einum er lagið. Ég hef nú ekki fundið mikið fyrir því að vera í bindindi þó að það sé að verða liðinn mánuður frá síðasta Öl !!!!!!!!!!!já já já. væri gaman að sjá aðra leika þetta eftir með sama árangri( nefni enginn nöfn )

Nýju fréttirnar detta svo inn öðru hvoru megin við helgina......held ég

Lifið í lukku.


miðvikudagur, september 29, 2004

Stroka til að gleyma

Mar er að verða gegnumsýrður af menningunni. Í kvöld fór ég í leikhús á forsýningu á Vodkakúrinn. Þetta stykki er frekar einfalt og lítið í sniðum og eru bara tveir leikarar sem sjá um herlegheitin þau Helga Braga og Steinn Ármann bæði eru þau alveg þræl magnaðir leikarar þó sérstaklega Steinn Ármann sem öðlaðist nýtt líf hjá mér í bransanum eftir að ég sá hann vinna uppistandkeppni á síðast ári. Það var austurbær sem var vettvangur kvöldsins sýningin var nokkur fyndin á köflum og komust þau bæði nokkuð vel frá þessu. Þetta hlýtur að vera frekar mikil áskorun að standa tvö á sviðinu í tæpa 2 tíma og í mesta lagi skipta um karakter inn á milli....( hentar ekki öllum þessi bransi). Sýningin fær frá mér 3 drullukökur og hefði fengið hálfa til ef Helga Braga hefði ekki verið í þessu feita búningi allan tíman..



Ég var að ljúka við að versla síðustu skólabækurnar núna í vikunni og fór í Griffil sem er ekki til frásögu færandi nema að ég ætlaði að versla mér strokleður í leiðinni sem átti að vera svona svart lítið að gerðinni Boxy eins og allir eiga en fann það hvergi. Ég valdi mér öðruvísi stykki af annarri gerð og hugðist borga en spurði afgreiðsludömuna hvort Boxy væri búið hún jánkaði því en þegar hún sá hvað strokleður ég hafði valið þá leist henni ekki á það. “ Það er annað strokleður til sem vann Boxy í strokleðurkeppninni í ár og það heitir Staedtler” ég varð hissa, afgreiðsludaman fór og fann hinn nýja sigurvegara fyrir mig og ég fjárfesti í einu slíku.......
Boðskapur með þessari sögu er að ég á vinningsstrokleðrið í ár og ef einhver vill keppa í strokkeppni þá bara nefna stað og stund.......................

Er að vona að mar geti farið að læða inn skoti hér á allra næstu dögum.


þriðjudagur, september 28, 2004

Taki þeir það til sín sem eiga ! ? ! ? ! ? ! ? ! ? !

Jæja tel mig knúinn til að nefna hér aðeins á upphafsmetrunum smá mál svona til að létta á hjartanu......... Billi hvað er málið með þig, hvað finnst þér um hlutfallið ½ á móti 100 ? Finnst þér ½ vera næsti bær við 100 ? Ég ætla að reyna að koma með dæmi máli mínu til stuðnings : maður sem hefur orðið yfir 100 sinnum ofurölvi er að kalla mann sem einusinni hefur fundið smá breytingu af sökum áfengið fyllibyttu. Er þetta sanngjarnt af þeim sem oft hefur orðið ofurölvi eða ætti hann að skammast sín, draga sig í hlé, steinhalda kjafti og biðjast afsökunar ?

Ég vill vekja athygli á því að þetta dæmi hér að ofan á sér ekkert dæmi úr raunveruleikanum og er því bara uppspuni til að reyna að skýra fyrir lesendum !!!!!!!

Dagurinn í dag...var í skóla fram að hádegi og svo vinna í Sperta til 7, fínt að fá nokkrar aukavaktir allavega fyrir grænubókina.

Í kvöld fór ég svo í bíó á myndina Collateral með þeim Tom Cruise, Jamie Foxx, Jada Pinkett Smith í aðalhlutverkum. Þar er félagi Cruise allt í einu orðinn vondikallinn og fer það honum svona sæmilega. Myndin er frekar lengi að byrja en þegar líður á hana verður hún bara betri og betri og í lokinn ansi spennandi. Þetta er mynd sem ég mæli með að allir sjái allavega á dvd ef ekki vill betur. Stjörnugjöf já hún fær 3 ½ drulluköku af 5 eins og allir vita.

Fréttir – Stéttir . Styttist og styttist þó ekki verði nú meira sagt að svo búnu !!!!!

mánudagur, september 27, 2004

Torfu teljari !

Jæja dagur að kveldi kominn og bara nokkuð erilsamur þannig....Skóla fram að hádegi fór svo í vinnunna til 7 þá bónaði ég Toyboy litla því ég var að auglýsa hann til sölu á morgun, er reyndar með tvo kaupendur en þeir eru báðir með bíl uppí,,,,,,,,,,,, þaðan í ræktina og svo er stefnan tekinn þá létt freyðibað, snilld svona rétt fyrir svefninn..

Jæja þá styttist í að mar fari að koma með nýjar glóðvolgar fréttir hér inná bloggið og kemur það til með að gerast á allra næstu dögum !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Verður gaman að sjá hvaða viðbrögð þær fá, en meira um það seinna..


Yfir og út



sunnudagur, september 26, 2004

Ekkert smá girnilegt.........

Já já já já þá er maður endurnærður eftir að hafa séð nóg af félaga Scooter fyrir lífstíð. Þessir tónleikar voru alveg eins og ég bjóst við frekar slappir en samt alveg þess virði að láta sjá sig, hefði ekki borgað á fjórðaþúsund fyrir miðann frekar hefði ég keypt mér tvinna í öllum regnbogalitum fyrir aurinn það gæti komið að gagni síðar. Eftir tónleikahaldið var haldið í miðbæinn en af tæknilegum ástæðum lét ég keyra mig heim um miðnætti, mar er svo dannaður sko.

Ég var að koma heim úr vinnunni og kom við á leigu og tók myndina 50first dates tók hana sko líka á föstudagskvöldið en sofnaði yfir henni rétt í byrjun en ætla að reyna að klára hana á eftir ( hef heyrt að hún sé frekar góð)

Hvernig er hægt að toppa þessa snilld..... efst á jólagjafalistanum hjá mér.



Stærð: 146x146 Kr. 218.000

Sturta í lofti, handsturta, blönduartæki, loftljós, bakljós og baklampi, gufa, punktanudd, loftræsting,
upplýst talnaborð, hita/tímastillingar, útvarp, stöðvaleitari í útvarpi, hátalari,
neyðarhnappur, fjarstýring, baðker með öldunuddi, höfuðpúðar, shampó-hilla, 6mm hert gler

laugardagur, september 25, 2004

Scooter is in the house...........

Kæra blogg.

Það kom babb í bátinn þannig er mál með vexti að mér áskotnuðust 3 miðar á félaga Scooter.. og hvað gera menn ef þeir má svona gillitilboð jú þeir panta sér tíma í aflitun grafa upp hlýrabolinn og af stað ( ömurlegt að ég skuli vera búinn að selja Hondu) ............Það versta við þetta allt er að ég er aðeins að svíkja sjálfan mig því ekki meika ég að fara þarna edrú.......Bindindið fer fyrir vísindin. Stymmi reyndu að skilja mig þó mar fái sér aðeins í tánna....
Ég vill geta þess að þetta eru annað skipti sem ég held í Laugardalshöllina til að heimsækja Scooter vin minn og var ömurlega leiðilegat þegar ég fór síðast þannig að mar veit að hverju mar er að ganga.......

En allavega Rock on


já já já já já já já já já já já já já já já

föstudagur, september 24, 2004

Mæli með Jóga...........

Glæsilegt “ föstudagur” og mar búinn í skólanum í dag, var í Efnafræði prófi og rúllaði því upp held ég ( en ekki hvað).. Helgin framundan er svona hálf óskrifuð fyrir utan vinnunna eins og alltaf. Geri svona frekar ráð fyrir því að mar verði slakur og standi sig í þessu bindindi, það er nú ekki svo mikið eftir af því,,, Stymmi mætir 9 okt á klakann og þá slær mar öllum slíkum hugtökum í frost. Það verður nú slatti gaman að hitta kallinn og ekki skemmir fyrir að ég er í vetrarfríi hluta af þeirri viku sem hann verður hér og sama er í gangi hjá Billa þannig að það gæti orðið massa gott.


Í gærkvöldi fór ég með Sæma í pool og auðvitað sigraði ég.........Ég bið bara guð um að vera með Billa ef hann hyggst spila við mig um helgina og kemur það til með að enda á svipuðum nótum og Gokartið sem er fyrir hugað í byrjun okt. Sæti nr 1 er upptekið fyrir 4SETANN.

Sól, rok og rigning... ef það er uppáhalds veður hjá einhverjum langar mig endilaga að vita hver er svo spes.........ömurlegt veður..


fimmtudagur, september 23, 2004

Bara svona léttar bull pælingar sko...........

Það er alveg að smella á helgi. Damn hvað það er góð tilfinning, ég er reyndar einn af þeim sem er dottinn í helgargírinn seinnipartinn á miðvikudögum sem er kostur. Dagurinn í dag fór nú í skóla fram að hádegi og þá hittumst við Billi og Héddi og fórum á 67...Eftir það vorum við Billi að slæpast um allan bæinn í tómu tjóni. Hittum meðal annars Sigga Vignis og frú. Þau eru búinn að fjárfesta í sjoppu í nágrenni við KR völlinn, það verður hægt að fá alvöru svera búrger þegar hann er búinn að klára að innrétta ( mar bíður spenntur )

Hvernig ætli það komi út að óska í blaði eftir meðleigjanda ??
Er það einhver séns að standa í svoleiðis löguðu ? Að fá bara einhvern einstakling sem mar hefur aldrei séð áður og hefja svo bara sambúð með viðkomandi. Sambúð þýðir að við deilum húsinu, leigjandinn þarf víst að fá að nota baðið mitt,( mér er illa við það sko) sófann minn, ískápinn o,s,fv. Veit ekki hvort það sé eitthvað sem mar höndlar þó að það fari algjörlega eftir einstaklingnum sem um ræðir. Auðvitað væri best að geta leigt einhverjum sem mar þekkir en eins og staðan er þá veit ég ekki um neinn sem er að leita af húsnæði og hvað þá að leigja hjá þessum gaur sem er víst alveg snarklikkaður lemjandi allt og alla og er í kaupbæti búinn að missa alla vini á þann kostnað ( segi svona þetta er það sem mar heyrir frá fallegu hellunni, bara fyndið þetta lið sem hefur ekkert annað að gera en að búa til svona sögur, þarf fólk ekkert að vinna eða ??) Svo er náttúrulega hin hliðin á stóra leigumálinu... Það er alltaf gaman að kynnast nýju fólki, ég get með góðri samvisku keypt mér meiri öl( það er svo lítið keypt af honum fyrir) og svo er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt, þetta er ekki eins og mar sé bundinn við þessa ákvörðum það sem eftir er, ef mar fílar þetta ekki þá bara “þarna er hurðin” En allavega ef einhver hefur testað svona sambúð endilega að leifa mér að heyra hvernig að var að virka. Og auðvitað ef þið vitið um einhvern sem er að leita af húsnæði má láta það flakka............

Má mar spögglera. Kannski er ekkert svona í gangi hér á klakanum, bara í nágrönnum!!!

Ég bið fók um að smella HÉR. Bara til að hafa það á hreinu hvaða lið er hér í efsta sæti og er reyndar komið þangað til að vera um ókomna framtíð............

Leiðarljós.............

Usssssssssssssssss mar

Veistu hvað ljóminn er ljómandi góður, ljóminn er betri en ég hugsaði mér, hann hefur ljómandi fjórefnafóður sem fullkominn ljómandi fæða handa þér. Ljóminn á skilið það lof sem hann fær, ljóminn hann verkar frá hvirfli ofan í tær, ef ljómann þú bræðir og ljómann þú snæðir mun ljóminn að eilífu veða þér kær.......................

.is

Og hver er staðan þegar allt kemur til alls.............þá er spurning um að anda aðein frá og telja uppá 49......hvaðan kemur lyktin..þú eða ekki þú, hver veit hver staðan er þegar allir standa undir ólgandi ösku en samt búnir að vaða upp að hnjám í ísandi krapa.. Þá komum við aftur af þessu að vera eða ekki vera. Pant vera, sá er þessi hinn mun eigi sjá hinn fyrr en undir þann hinn sama og þá ef hinn verður allur eða.

Ég er ég og

Ra lalara ra lalara ra lalalalala

Sagan þín. Mar svona létt um fertugt fæddur og uppalinn á ströndum vanur að alast upp við spenann á kúnum fann sig knúinn til að flytjast yfir í menninguna.. Já hann skyldi flytjast búflutningum yfir á mölina. Þar er tekið á móti öllum hvort sem menn eru of lágvaxnir miðað við þyngd eða hafa eitt áhugamál og það að mála sig um helgar fyrir allan peninginn. Hann fann þetta líka fína húsnæði í neðra breiðholti, þar leigir hann hjá 36 ára einstæðir móðir.. Hann kann gott að meta og borgar svona ca eitthvað létt í leigu og allir svona létt kátir með það eins og gengur. Kallinn var nú með einhverja draum en ekki hvað..........þeir lýsa sér aðalega í að vera eins og maður með mönnum, Fá að borga fyrir hitaveituvatnið sem hann er að nota, reyna að ganga um plön bæjarins án þess að vera með fýlu sem kennir sig við tá. O,s,fv Draumarnir tilbáðu hann............


Sxxl !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!



Þá er mar búinn að testa það............Garon !!!!!!!!!!!!!!!!!!!

þriðjudagur, september 21, 2004

Og hafðu það ópal

Jæja sagði hann og hló......Allir kátir hér á bæ og horfa björtum augum fram á veginn. Ég hafði það að versla mér nýjan bíl í dag og er það að þessu sinni fjólublá 3 dyra, Toyota Corolla árg 99 ekinn 43 þús....svona þokkalegaur bíll sem ég ætla að leggja allt mitt traust á að komi mér á milli a og b, en hann er samt til sölu sko ef það vantar einhverjum svona tík.

Annars að frétta að það er svona léttur slatti að gera í þessu skóla dóti...þessi 4. og 5. vika eru eitthvað voða mikið svona próf og verkefna tími. Mar er svosem ekkert yfir sig stressaður og tekur því bara með jafnaðargeði, svona mátulega hörðum höndum.

Uhh þeir sem hafa áhuga á að ræða leikinn sem fram fór í gærkvöldi eru vinsamlegast beðnir um að gera það annars staðar en á vefnum www.4seti.blogspot.com. Þetta er skipun........................

Hvað þetta Gokart dæmi snertir þá sýnist mér á öllu að það séu frekar fáir sem þora í kallinn ??????????

mánudagur, september 20, 2004

Bára þú ert sjaldan stök.

Hvað er það að vera aldrei alveg ánægður....Það er eitthvað svona ég. Dæmi : Ég hef frekar gaman af bílaviðskiptum og hef átt eitthvað um 20 bíla og vill alltaf vera að skipta en svo núna þegar ég á engan bíl og þarf að leita mér að nýjum þá er ég eitthvað í allt öðrum gír og nenni varla að stússast í því...Kannski er það aðalega af því að ég hef nóg annað að gera.....Eða kannski er það líka því ég ætla að fara að kaupa aðeins ódýrari bíl en ég hef átt( jú það er frekar það).

Í dag er 20 september og hefði ég alveg viljað vera að halda uppá 2 ára afmæli hér heima en því miður..................

Uhhh mig langaði aðeins að sjá hvort það séu einhverjir sem hafa áhuga á að reyna að hittast á næstunni og keppa í gokart, það þurfa að vera góðar afsakanir fyrir að mæta ekki, reyndar tek ég það sem löglega afsökun að þora ekki að keppa við mig.........Væri gaman að heyra t,d í Garon, Darranum, Billa, Kobba, TJ, Leifa, Davíð, Inga ,Ingó og öllum þeim sem hafa áhuga, þeir sem nefndir eru hér að ofan þurfa að vera með góða afsökun fyrir að mæta ekki.

Nú er mar á leið í Engihjallann í mat hjá þeim skötuhjúum og er stefnan á að horfa á leikinn þar.........Ég leyfi mér að skjóta á úrslit 2-1 fyrir Liverpool. Allavega á mar von á hörkuleik. Eftir leikinn kemur mar við í ræktinni og reynir að brenna nokkrum kaloríum........


.is...................

sunnudagur, september 19, 2004

Ekki þunnur og sól skín í heiði

Það er nú það....Ég vaknaði klukkan 8 í morgun og var ekkert þunnur, kannski af því að ég er í bindindi þangað til að Danaprinsinn mætir á klakann 9 okt. og var þar af leiðandi ekki að drekka í gær. Ég renndi í sveitina í gær aðeins til að taka púlsa og var að myndast ansi mikil stemming þegar ég yfirgaf Helluna um hálf 2 fullt af fólki á öllum götuhornum og á börum bæjarins ( mar hefði ekkert haft á móti blekun á svæðinu en mar er svo dannaður eitthvað)....................

Uhh gleymdi að koma með létta bíógagnrýni fór á föstudagskvöldið á myndina Harold and Kumar go to White Castle, því sumir sögðu að þetta ætti að vera algjör snilld. Þetta er mynd frá þeim sömu og gerðu Dude, Where's My Car? sem var snilld, en þessi er hálfgert flopp. Hún er um náttúrulega ekki neitt nema ferð þeirra félaga í leit að þessum blessaða white castle. Það eru nokkrir góðir punktar í henni en í heildina of langdregin og var ég farinn að lýta oft á klukkuna þegar líða fór á myndina. Uhh hún fær 2 ½ drulluköku bara því Dís fékk 2 hjá mér...Þessi er kannski skárri....

Í dag er mar að fara að vinna eins og aðra sunnudaga ( ekki þunnur ). Vek athygli á því að Framarar eru að spila í dag við Keflavík í botnslagnum og vona ég svo sannalega að þeir tapi og þá að KA og Víkingur vinni sína leiki eða allavega annað liðið, þá fellur fram og myndi það bjarga geð heilsunni hjá mér í þessu fallega bindindi.....

Æó......

laugardagur, september 18, 2004

Best fyrir 18.09,04

Jæja farinn austur að massa þetta eitthvað.....

föstudagur, september 17, 2004

Molinn látinn flakka.......

Jæja nú sest mar niður við skriftir að þessu sinni sem bíllaus einstaklingur... jamm ég seldi svörtu ekkjuna í dag og fór hún í stgr, seldist á Hellu. Nú er bara að fara að leita sér að öðrum og held ég að það ætti nú að ganga fljótleg. Þá er bara sá grái eftir og bíð ég spenntur eftir tilboðum..

Í þessum skrifuðu er mar að bíða spenntur eftir að svínasúpan byrji...alveg snilldar þættir og auðvitað tekur mar þá upp og liggur svo yfir þessu..Það er fátt betra. Annars er kvöldið frekar óráðið og veit mar ekki í hvaða pakka mar endar, það er náttúrulega vinna á morgun kl 10 þannig að..... Jæja súpan að byrja Yfir og út

miðvikudagur, september 15, 2004

Hvað er svona merkilegt við það að vera karlmaður ?

Jæja þá styttist í enn eina helgina og eru víst réttir fyrir austan og því fylgir víst alltaf réttarball... Hljómsveitin Ernir munu leika fyrir dansi....það væri nú gaman að sjá hvort fólk sé almennt að spá í að leggja leið sína þangað ???.....sveitin rúllar......humm

Núna er mar heima að reyna að föndra saman skýrslu í efnafræði sem ég á að skila á morgun, alltaf allt á síðasta snúning eins og gengur, þetta er eitthvað svo týpískt að mar hefur heila viku en endar með að byrja seint kvöldið fyrir skil. Hver kannast ekki við þetta ????????? ef svo er ekki þá öfunda ég þig.

Ég fékk tilboð í Honduna....ég ætla að sofa á því í nótt sem og nöfnunum á litlu fallegu blómin mín tvö.

Annað kvöld kem ég svo til með að sækja Leifa og hans fjölskyldu á keflavíkurflugvöll og eru þau að flytjast aftur á klakann eftir að hafa búið í Danmörku í uhhhh c,a 3 ár..(er bara að skjóta er ekki alveg með það á hreinu) ....Hlakka til að sjá þau....

þriðjudagur, september 14, 2004

Tveri molar til sölu

Það er nú eitthvað lítið sem mar hefur að segja þennan ágætis dag nema það að mar þurfti að skafa bílinn í morgun.....Komið þetta æðislega næturforost sem allir voru að bíða eftir. Ég ætla að vona að þetta verði alvöru vetur með mikið af snjó en er reyndar ekki bjartur á það......

Ég vek hér athygli á því að ég er með tvo bíla til sölu Svört Honda Civic og svo Grár Focus....Þetta eru toppbílar og vantar þeim að skipta um eigendur fljótlega....Áhugasamir hafið samband í 899-1178....
E-mail



Árg 99, ekinn 97 þús. 1600 vti,160 hö. Bara flottur......


Árg 99. ekinn 99 þús. Glæsilegur bíll sem leynir á sér






mánudagur, september 13, 2004

Pass

Að vera eða ekki vera...........Ég er að spá í að vera bara. Var að koma úr ræktinni og er fátt meira hressandi á síðkvöldum og þó...Þessir dagar bara líða og líða og maður hefur nóg að gera, nær ekki einusinni að halda tímaplani ( en það er reyndar eitthvað sem hefur aldrei verið í lagi hjá mér). Ég held samt að þetta sé aðeins að koma með skipulagninguna þó fyrr hefði verið...
góð tenging
Ég fór með skipulagsstjóranum í Ikea eftir skóla og afrekaði mar að eyða alveg slatta af aurum í eitthvað dót sem mar veit varla hvað mar á að gera við en ég hlýt að finna út úr því...Þar á meðal voru 2 blóm og reikna ég með því að þau komi til með að dafna vel hér í holtinu, óskað er hér með eftir nöfnum á þau...Ég er nokkuð heitur fyrir nafninu Gústafur á annað kvikindið en það er ekkert heilagt.

Jæja held að það sé ekki seinna vænna að fara að læra fyrir frönsku próf sem er á morgun, veitir víst varla af. En endilega komið með tillögur af nafni á þessi litlu saklausu grey........

Viðbætt

Þau eru svona 40 cm löng er eru svona stönglar eitthvað.

sunnudagur, september 12, 2004

Veskan mín er horffffin

Jæja helgin að líða og gerðist það frekar hratt eins og oftast reyndar. Ég var að koma inn mígandi blautur af svita eftir að hafa verið úti að skokka, það er frekar einmannalegt og skrýtið að vera á ferðinni hér um hverfið og það er enginn fjórfætlingur sem eltir mann hvert sem maður fer.........

Þetta var vinnuhelgi hjá mér eins og reyndar allar aðrar í gær kíkti mar svo aðeins út, bara svona til að ath hvort ekki væri allt í lagi á plönum bæjarins, og reyndist svo vera. Í dag eftir vinnu fór kallinn svo að djöflast við að þrífa kotið hátt og lágt, þvo þvott, vaska upp og ýmislegt fleira í þeim dúr......Mar er aðeins farinn að átta sig á því að þetta gerist víst ekki að sjálfu sér...(ég sem hélt það alltaf....)
Ég splæsti mér í nýtt sjónvarp í dag og auðvitað dugði ekki neitt minna en fullvaxið 32” tæki, ég hafði aðeins verið búinn að vera að líta hýru auga á það í vinnunni og svo bara small eitthvað og við fórum saman heim................humm

Það gekk vel hjá rauðu toppunum þessa helgina. Ferrari unnu tvöfalt á Monza, Valur komust aftur uppí úrvaldseild eftir 4-0 sigur á Stjörnunni og Liverpool unnu W.B.A 3-0.
Er hægt að hafa þetta eitthvað betra ???

fimmtudagur, september 09, 2004

Haltur leiðir blindan....Þeir hafa sést á plönunum !!!!!!!!

Aaaahhhhhh.......Þá getur maður sest niður og fengið sér einn léttan lite, var að koma úr ræktinni og er þá fátt betra eftir svoleiðis að fá sér einn hrímaðan, hann er ekki nema 29 kaloríur. Dagurinn í dag fór að litlu leyti í skóla því ég byrjaði ekki fyrr en um hálf 2 og fór bara í tvo tíma, fór svo um kaffileyti uppí íbúð til Garons og Dýu að sína þeim hvernig á að fara með málingapensilinn ( Það eru nú ekki allir sem hafa farið í læri hjá Lúlla málara) ég hjálpaði þeim á stað þar fram undir kvöld og var þetta aðeins byrjað að taka á sig mynd, en er samt nóg eftir enn. Ætlunin hjá þeim er að flytja inn um helgina held ég

Helgin framundan...........ég ætla að stefna á það að vera frekar slakur bara, og segja sumir að það sé kominn tími til og held ég að mar taki undir það bara Annars fer mar að eiga það á hættu að stysti linkurinn hér hægra megin fari að anda ofaní hálsmálið á manni......eða hvað.........annars ef það er einhver með einhverja góða tillögu að góðu djammi sakar nú ekki að bjalla á kallin....
Yfir og Út

miðvikudagur, september 08, 2004

Sjaldan skín sól á hundarass...eða hvað

Jæja þá er lagið Got what you need í græjunum er og mar að vonast til þess að það nái að koma manni í gírinn. Þetta er einhver stemming við þetta lag, held að það sé að ganga bara, það eina sem vantar til að fullkomna þetta er eins og nokkur glös af Campari og ætla ég að kippa því í liðinn núna..............

Annars í fréttum að ég fór í gær kvöldi að borða á Friday’s og get ég mælt með því og ekki skemmir fyrir að ölinn er á 350. Eftir það fór ég í bíó á myndina DÍS, strákamynd NEI, stelpumynd JÁ, get ég mælt með henni fyrir stelpur sem hafa gaman af svona stelpumyndum ...... Allavega gátu þær sem voru á svæðinu hlegið mikið. Eftir hlé skánaði hún kannski smá en held að hún fái ekki nema svona eina og hálfa drulluköku.

En annars eigið góðar kvöldstundir og ég ætla að reyna að gera það sama.

Skál

þriðjudagur, september 07, 2004

Pistill frá Dýu systu ( skipulagsstjóranum)

Jæja þá var maður að fá heldur betur spark í rassinn frá litlu systu. Mar fékk það beint í æð að ekki þýðir að sitja yfir tölvuskrattanum og bora í nefið og mælir hún eindregið með því að mar fari að hamast í lærdómnum sem hún gefur í skyn að fái ekki nóga athygli hjá mér þessa dagana. Skipulagsstjórinn var t,d að enda við að láta mig vita að á meðan ég er að skrifa þetta blogg nær hún að vinna tvö verkefni. En alveg nóg um það......

Nú eru að fara í gang busavertíð í þessum blessuðu framhaldsskólum og verður því létt vikan sem eftir er þessarar viku. Busaball er svo haldið annað kvöld í Þjóðleikhúskjallaranum og munu Í svörtum fötum leika fyrir dansi. Það er eitt og annað sem er þreytt við þessi busaböll, áfengi er ekki selt á svæðinu, ballið búið held ég kl hálf 3 ( sem er sá tími sem mar er oft að detta í gírinn) og svo er það að lokum aldurinn sem er á þessum busum, hann gerir manni það ljóst að mar er að verða ansi gamall fyrir þessa gerð af skóla.....En svo kemur það nú bara í ljós hvort mar láti sjá sig á svæðinu þrátt fyrir allt þetta eða ekki...............áhugasamir ballfíklar hafi samband.

Dýa var að líta á mig hornauga yfir borðið og sagðist vera búinn að gera 5 spurningar á meðan ég var að hólka þessu frá mér......

mánudagur, september 06, 2004

Gísli Einarsson.........Heili

Já já já nú er mar staddur í þreyttum stærðfræði tíma.....kennarinn er einn af þeim sem talar og talar og passar sig á því að breyta aldrei um tóntegund.......Það er hans mál, þannig séð.

Nú er bara komið að því að mar getur haldið upp á viku bloggafmæli, blóm og kransar afþakkaðir. Þetta legst svona ágætlega í mig, getur alveg verið að mar endist e-d í þessu. Ég var nokkuð kátur þegar ég leit í gestabókina mína áðan og sá að Darrinn ætlar að láta reyna á blogg hæfileika sína....Það verður bara gaman að fylgjast með gaurnum ef mar þekkir hann rétt...

Nóg í bili

Drekinn

sunnudagur, september 05, 2004

Það er nú það

Jæja þá er Trausti genginn í það heilaga og fór þetta allt vel fram, félaginn reyndar missti hringinn þegar það átti að fara að draga hann upp og var það svona nett vandræðalegt, einnig lá honum mikið á að kyssa brúðina því hann óð í það áður en að presturinn gaf formlegt leyfi.
Allt annað gekk vel, athöfnin var falleg og veislan gekk mjög vel og stóð fram eftir kvöldi......Auðvitað lét mar það ekki duga heldur létum við Billi sjá okkur á plönunum og var það að koma nokkuð vel út held ég bara.

Núna er mar kominn með flensu, ég er alltaf með flensu á sunnudögum orðið, skil ekki alveg hvað málið er held að ég verði að leggja þetta fyrir heimilislæknirinn minn......og sjá hvaða skýringu hann hefur á þessu ástandi....

laugardagur, september 04, 2004

Léttur á laugardegi

Látum myndina segja það sem segja þarf fyrir þennan daginn


föstudagur, september 03, 2004

Fimmtudagur eða föstudagur......skiptir ekki djak

Jæja þá kemur mar ferskur úr barnapíu störfunum....Var að passa Sigvarð litla, það gekk nú ágætlega með hjálp stubbana. Annars er það að frétta að þynkan hefur aðeins verið að naga mann í dag. Það var heljarinnar steggjapartý í gær þegar Trausti var tekinn svona létt í gegn af okkur Steina, Ingvari og Billa. Byrjuðum á að sulla svona létt og fórum svo í gokart, Trausta var troðið í barnabíl og var árangurinn hjá honum eftir því, ég startaði síðastur og fór nú mikill tími í að komast fram úr hægfara bílum en það tókst fyrir rest...helv hann Billi startaði fyrstur og náði ég nú ekki að ógna honum en nóg um það......

Ferðinni var þaðan heitið í húsdýragarðinn þar sem við plötuðum gaurinn til að vaða með selunum það var reyndar í leyfisleysi, Fórum svo í miðbæinn og þaðan í kringluna og lenti Trausti í ýmsu spennandi þar, ætla að reyna að koma inn myndum á næstunni. Darrinn yfirgaf kallana um 6 leytið og var Garon þá plataður í sullið ( án teljandi vandræða ) Fórum á Ameríska stílinn í skipholti og röltum þaðan á plön bæjarins. Held að það hafi nú verið farið að birta þegar mar réðst í koddaslaginn.

Á morgun er svo stóri dagurinn hjá Trausta, ég og Ingvar erum veislustjórar og vona ég að það gangi allt vel, ég kem reyndar örugglega til með að þegja þangað til ég verð búinn að fá mér svona 3-4...........

miðvikudagur, september 01, 2004

SNILLINGUR EÐA HÁLFVITI.....

Hver fann upp SNOOZE takkann ?? Ég er ekki viss um hvort mar eigi að taka að ofan fyrir honum eða blóta honum í sand og ösku, fer svona eftir því hvernig mar lítur á það.. Í morgun þegar ég var búinn að snooza tvisvar og liðnar 20 mín síðan ég vaknaði fyrst fór ég að spá í þetta. Ef ekki væri til snooz hefði ég rifið mig á lappir við fyrsta hanagal en í stað þess þá er mar að láta vekja sig á 10 mín fresti ( er ekki betra að stilla bara klukkuna aðeins seinna og fara þá strax á lappir) ? Nei það er eitthvað við þetta sem er bara drullu þægilegt og eru margir sem snooza oftar en tvisvar hvern einasta morgun allan ársins hring og njóta þess í botn. Eða hvað ??

Í dag er bara venjulegur dagur hjá manni...Skóli fram eftir degi, kíkja í ræktina og reyna að vera búinn að drösla sér í bælið fyrir hálf 2. Í kvöld er reyndar að byrja nýr þáttur á stöð 2 ( stelpustöð ) “ when sex goes wrong” gæti orðið fróðlegt. Miðvikudagar eru einir af skárri sjónvarpsdögum, ( stelpustöð) Ég vona að ég sé ekki eini kk sem horfi þá.............En annars allir sprækir og smá eftirvænting eftir morgundeginum........